Skýr faðir flestra á kynbótasýningum
Skýr frá Skálakoti, handhafi Sleipnisbikarsins árið 2020, er faðir flestra kynbótahrossa sem koma fram á Landsmóti hestamanna í ár.
Þar á hann fimmtán afkvæmi, eða um 8,8% þeirra hrossa sem koma fram í kynbótahluta mótsins. Hann á einnig sex afkvæmi í keppnishluta mótsins.
Næstflest afkvæmi, níu talsins, á annar þekktur Sleipnisverð launahafi, Spuni frá Vesturkoti.
Konsert frá Hofi á átta afkvæmi og auk þess eru þrjú hross undan honum skráð til leiks í keppnishlutann. Sjö afkvæmi Ölnis frá Akranesi koma fram í kynbótadómi auk þriggja í keppnishlutanum.
Hrannar frá Flugumýri II og Skaginn frá Skipaskaga eru feður sex kynbótahrossa hver á meðan Draupnir frá Stuðlum og Trymbill frá StóraÁsi eiga fimm hver. Bæði Hrannar og Trymbill náðu lágmörkum til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi við uppfærslu kynbótamatsinsíjúníogmunu því taka á móti verðlaunum á mótinu. Hrannar á auk þess sex afkvæmi í keppnishlutanum og Trymbill tíu.