Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu
Mynd / Orri Árnason
Fréttir 24. nóvember 2020

Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Unnið er að útfærslu og fjármögnun á uppbyggingu baðlóns og 100 herbergja hótels á Efri-Reykjum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. 

Það er Þróunarfélagið Reykir ehf. sem stendur að framkvæmdinni en ferli undirbúnings, vinnsla umhverfisskýrslu og skipulagsferlis hefur tekið rúm fjögur ár. Af hálfu Þróunarfélagsins er vöktun á lífríki í og við Brúará afar mikilvæg til að tryggja lífríki svæðisins. Vatnshelgunarlína liggur 100 metra frá árbakka. Baðlón verða útbúin með fullkomnum hreinsibúnaði til að uppfylla skilyrði reglugerðar og frárennsli verður meðhöndlað miðað við  ítrustu kröfur. Efri-Reykir eru á milli Laugarvatns og Úthlíðar og þar er afar gjöful borhola sem tekin var í notkun árið 1988 og fóðrar m.a.  Hlíðarveitu. Borholan gefur af sér 45–50 lítra á sek. af 145 °C heitu vatni og er með öflugri heitavatnsholum á lághitasvæði á landinu. Þrátt fyrir það eru áform um að boruð verði viðbótarhola fyrir frekari orkuvinnslu á svæðinu.

7 milljarða króna verkefni

Upphafleg áform voru um að byggja tvö stór baðlón,  þjónustubyggingu og 100 herbergja hótel, aðstöðuhús fyrir starfsmenn og möguleika á stækkun hótelsins í 200 herbergi.  Hámarks byggingarmagn hótels- og þjónustubyggingar verður 15.000 m2 en endanleg útfærsla og stærð hefur ekki verið ákveðin. Hugmyndirnar voru fyrst kynntar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar árið 2016 en nýlega var samþykkt að gera ráð fyrir þeim í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Verkís hefur séð um undirbúning og  útfærslu verkefnisins sem og alla vinnu við umhverfismál og gerð umhverfisskýrslu fyrir Þróunarfélagið.

Arkitekt er Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum. „Á þessu stigi i COVID-faraldri er ekkert hægt að fullyrða um það hvenær framkvæmdir gætu hafist eða þeim verði lokið. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upphaflega á 7 milljarða króna en mun væntanlega taka  einhverjum breytingum,“ segir Orri, arkitekt verkefnisins. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...