Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýfundin sáðplanta af degli (Pseudotsuga menziesii) í Stálpastaðaskógi.
Nýfundin sáðplanta af degli (Pseudotsuga menziesii) í Stálpastaðaskógi.
Mynd / Jón Auðunn Bogason
Fréttir 14. september 2021

Sjálfsáð degli fannst Í Stálpastaðaskógi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu fundu Jón Auðunn Bogason, skógar­vörður á Vesturlandi, og Valdimar Reynisson skógræktarráðgjafi sjálfsánar degliplöntur í Stálpa­staða­skógi í Skorradal. Valdimar segir að þeir hefðu fundið þrjá slíkar plöntur í reit sem er blandaður af rauðgreni og sitkagreni. „Í nærliggjandi reit hafði degli frá Bresku-Kólumbíu verið plantað árið 1969 innan um sitkagreni frá Alaska sem var plantað 1961. Það eru um 15 til 20 metrar frá gamla deglinu að þessum sáðplöntum.“

Sjálfsánar plöntur

„Við rákumst á plöntur í skóginum sem okkur þótti öðruvísi en það greni sem er að sá sér þarna. Þegar við skoðuðum plönturnar betur sáum við að þetta voru sáðplöntur af degli og er þetta að öllum líkindum fyrsti fundur slíkra sjálfsána plantna á Íslandi,“ segir Valdimar. Hann sagði einnig að vel gæti verið að fleiri sjálfsánar degliplöntur gætu leynst í reitnum þar sem þeir hefðu ekkert farið í að leita að þeim sérstaklega.

Áður kallað döglingsviður

Degli (Pseudotsuga menziesii), áður kallað döglingsviður eða douglasgreni, er ekki mikið notað í skógrækt í dag að sögn Valdimars, en bundnar eru vonir við að þessi tegund sé ein af framtíðartegundum í íslenskri skógrækt. Degli hefur sýnt góð þrif í Stálpastaðaskógi þar sem því hefur verið plantað í gisinn skóg en reynst erfiðara á óvörðu landi. Degli skilar verðmætum við sem kallast Oregon pine og verður spennandi að fylgjast með þessum plöntum í framtíðinni.

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...