Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýfundin sáðplanta af degli (Pseudotsuga menziesii) í Stálpastaðaskógi.
Nýfundin sáðplanta af degli (Pseudotsuga menziesii) í Stálpastaðaskógi.
Mynd / Jón Auðunn Bogason
Fréttir 14. september 2021

Sjálfsáð degli fannst Í Stálpastaðaskógi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu fundu Jón Auðunn Bogason, skógar­vörður á Vesturlandi, og Valdimar Reynisson skógræktarráðgjafi sjálfsánar degliplöntur í Stálpa­staða­skógi í Skorradal. Valdimar segir að þeir hefðu fundið þrjá slíkar plöntur í reit sem er blandaður af rauðgreni og sitkagreni. „Í nærliggjandi reit hafði degli frá Bresku-Kólumbíu verið plantað árið 1969 innan um sitkagreni frá Alaska sem var plantað 1961. Það eru um 15 til 20 metrar frá gamla deglinu að þessum sáðplöntum.“

Sjálfsánar plöntur

„Við rákumst á plöntur í skóginum sem okkur þótti öðruvísi en það greni sem er að sá sér þarna. Þegar við skoðuðum plönturnar betur sáum við að þetta voru sáðplöntur af degli og er þetta að öllum líkindum fyrsti fundur slíkra sjálfsána plantna á Íslandi,“ segir Valdimar. Hann sagði einnig að vel gæti verið að fleiri sjálfsánar degliplöntur gætu leynst í reitnum þar sem þeir hefðu ekkert farið í að leita að þeim sérstaklega.

Áður kallað döglingsviður

Degli (Pseudotsuga menziesii), áður kallað döglingsviður eða douglasgreni, er ekki mikið notað í skógrækt í dag að sögn Valdimars, en bundnar eru vonir við að þessi tegund sé ein af framtíðartegundum í íslenskri skógrækt. Degli hefur sýnt góð þrif í Stálpastaðaskógi þar sem því hefur verið plantað í gisinn skóg en reynst erfiðara á óvörðu landi. Degli skilar verðmætum við sem kallast Oregon pine og verður spennandi að fylgjast með þessum plöntum í framtíðinni.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...