Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýjasta dráttarvélin frá AgXeed getur keyrt án aðstoðar ökumanns.
Nýjasta dráttarvélin frá AgXeed getur keyrt án aðstoðar ökumanns.
Fréttir 4. júlí 2022

Sjálfkeyrandi traktorar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Árið 2021 hóf þýski landbúnaðartækjaframleiðandinn Class samvinnu við hollenska nýsköpunarfyrirtækið AgXeed sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á sjálfkeyrandi landbúnaðartækjum undir heitinu AgBot.

Með þessu hyggst Claas, sem er risi á sviði landbúnaðartækja, auka fjárfestingar á sviði hinnar sjálfkeyrandi framtíðar og AgXeed hagnast á alþjóðlegu neti sölu- og þjónustuaðila Claas. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Claas sendi frá sér fyrir skemmstu.

Samningurinn hefur í för með sér að frá og með þessu sumri munu nokkrir sölu- og þjónustuaðilar Claas í Þýskalandi og Sviss bjóða bændum upp á vörur frá AgXeed. Bændum verður ekki einungis boðið upp á að kaupa tækin, heldur verður líka boðið upp á að taka tækin á leigu. Með því verður þröskuldurinn á því að komast í tæri við sjálfkeyrandi tæki lægri og AgXeed fær tækifæri til þess að stunda auknar prófanir á sínum tækjum við raunverulegar aðstæður.

AgXeed er þegar búið að setja á markað þrjú sjálfkeyrandi landbúnaðartæki. Fyrst kynntu þau sjálfkeyrandi beltatraktor með 154 hestafla vél árið 2020, síðan komu þau með sérhæft þriggja hjóla tæki fyrir vínrækt árið 2021.

Núna nýlega kynnti AgXeed 74 ha dráttarvél sem ekur um á fjórum hjólum.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...