Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Nýjasta dráttarvélin frá AgXeed getur keyrt án aðstoðar ökumanns.
Nýjasta dráttarvélin frá AgXeed getur keyrt án aðstoðar ökumanns.
Fréttir 4. júlí 2022

Sjálfkeyrandi traktorar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Árið 2021 hóf þýski landbúnaðartækjaframleiðandinn Class samvinnu við hollenska nýsköpunarfyrirtækið AgXeed sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á sjálfkeyrandi landbúnaðartækjum undir heitinu AgBot.

Með þessu hyggst Claas, sem er risi á sviði landbúnaðartækja, auka fjárfestingar á sviði hinnar sjálfkeyrandi framtíðar og AgXeed hagnast á alþjóðlegu neti sölu- og þjónustuaðila Claas. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Claas sendi frá sér fyrir skemmstu.

Samningurinn hefur í för með sér að frá og með þessu sumri munu nokkrir sölu- og þjónustuaðilar Claas í Þýskalandi og Sviss bjóða bændum upp á vörur frá AgXeed. Bændum verður ekki einungis boðið upp á að kaupa tækin, heldur verður líka boðið upp á að taka tækin á leigu. Með því verður þröskuldurinn á því að komast í tæri við sjálfkeyrandi tæki lægri og AgXeed fær tækifæri til þess að stunda auknar prófanir á sínum tækjum við raunverulegar aðstæður.

AgXeed er þegar búið að setja á markað þrjú sjálfkeyrandi landbúnaðartæki. Fyrst kynntu þau sjálfkeyrandi beltatraktor með 154 hestafla vél árið 2020, síðan komu þau með sérhæft þriggja hjóla tæki fyrir vínrækt árið 2021.

Núna nýlega kynnti AgXeed 74 ha dráttarvél sem ekur um á fjórum hjólum.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...