Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eldi nautkálfa stendur ekki undir framleiðslukostnaði.
Eldi nautkálfa stendur ekki undir framleiðslukostnaði.
Mynd / Úr safni
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent er á rekstrarvanda nautgripakjötsframleiðslunnar og lagt fyrir samninganefndir að tryggja afkomu við endurskoðun búvörusamninga.

Nautgripabændur segja að þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti, sé reyndin sú að bændur sendi nautkálfa í auknum mæli nokkurra daga gamla í sláturhús. Ástæðan sé sú að afurðaverð ungnauta standi ekki undir framleiðslukostnaði.

Innflutningsheimildir nautakjöts hækkuðu úr 175 tonnum upp í 801 tonn eftir tollasamning við ESB frá 2015. Þetta leiddi til lækkunar afurðaverðs til bænda, en aðfangakostnaður hefur margfaldast undanfarin ár. Vegna þessa hafi framleiðsla nautakjöts fyrir íslenskan markað flust í auknum mæli úr landi. Í tölum Hagstofunnar er hægt að sjá að nautakjötsframleiðsla stendur fjárhagslega verst búgreina. Samkvæmt skýrslu RML greiddu nautakjötsframleiðendur 400-600 krónur með hverju kílói undanfarin ár. Neytendur hafa ekki notið góðs af lækkun afurðaverðs

Nú óska nautakjötsframleiðendur eftir svörum frá stjórnvöldum hvort stefnan sé að stunda nautakjötsframleiðslu hérlendis eða ekki. Sé vilji fyrir íslenskri framleiðslu þurfi að tryggja greininni stuðning og rekstraröryggi til lengri tíma.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...