Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eldi nautkálfa stendur ekki undir framleiðslukostnaði.
Eldi nautkálfa stendur ekki undir framleiðslukostnaði.
Mynd / Úr safni
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent er á rekstrarvanda nautgripakjötsframleiðslunnar og lagt fyrir samninganefndir að tryggja afkomu við endurskoðun búvörusamninga.

Nautgripabændur segja að þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti, sé reyndin sú að bændur sendi nautkálfa í auknum mæli nokkurra daga gamla í sláturhús. Ástæðan sé sú að afurðaverð ungnauta standi ekki undir framleiðslukostnaði.

Innflutningsheimildir nautakjöts hækkuðu úr 175 tonnum upp í 801 tonn eftir tollasamning við ESB frá 2015. Þetta leiddi til lækkunar afurðaverðs til bænda, en aðfangakostnaður hefur margfaldast undanfarin ár. Vegna þessa hafi framleiðsla nautakjöts fyrir íslenskan markað flust í auknum mæli úr landi. Í tölum Hagstofunnar er hægt að sjá að nautakjötsframleiðsla stendur fjárhagslega verst búgreina. Samkvæmt skýrslu RML greiddu nautakjötsframleiðendur 400-600 krónur með hverju kílói undanfarin ár. Neytendur hafa ekki notið góðs af lækkun afurðaverðs

Nú óska nautakjötsframleiðendur eftir svörum frá stjórnvöldum hvort stefnan sé að stunda nautakjötsframleiðslu hérlendis eða ekki. Sé vilji fyrir íslenskri framleiðslu þurfi að tryggja greininni stuðning og rekstraröryggi til lengri tíma.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...