Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eldi nautkálfa stendur ekki undir framleiðslukostnaði.
Eldi nautkálfa stendur ekki undir framleiðslukostnaði.
Mynd / Úr safni
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent er á rekstrarvanda nautgripakjötsframleiðslunnar og lagt fyrir samninganefndir að tryggja afkomu við endurskoðun búvörusamninga.

Nautgripabændur segja að þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti, sé reyndin sú að bændur sendi nautkálfa í auknum mæli nokkurra daga gamla í sláturhús. Ástæðan sé sú að afurðaverð ungnauta standi ekki undir framleiðslukostnaði.

Innflutningsheimildir nautakjöts hækkuðu úr 175 tonnum upp í 801 tonn eftir tollasamning við ESB frá 2015. Þetta leiddi til lækkunar afurðaverðs til bænda, en aðfangakostnaður hefur margfaldast undanfarin ár. Vegna þessa hafi framleiðsla nautakjöts fyrir íslenskan markað flust í auknum mæli úr landi. Í tölum Hagstofunnar er hægt að sjá að nautakjötsframleiðsla stendur fjárhagslega verst búgreina. Samkvæmt skýrslu RML greiddu nautakjötsframleiðendur 400-600 krónur með hverju kílói undanfarin ár. Neytendur hafa ekki notið góðs af lækkun afurðaverðs

Nú óska nautakjötsframleiðendur eftir svörum frá stjórnvöldum hvort stefnan sé að stunda nautakjötsframleiðslu hérlendis eða ekki. Sé vilji fyrir íslenskri framleiðslu þurfi að tryggja greininni stuðning og rekstraröryggi til lengri tíma.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...