Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslendingar röðuðu sér í þrjú efstu sæti í fimmgangi ungmenna á Norðurlandamótinu. Frá vinstri: Matthías Sigurðsson, Védís Huld Sigurðardóttir og Hulda María Sveinbjörnsdóttir.
Íslendingar röðuðu sér í þrjú efstu sæti í fimmgangi ungmenna á Norðurlandamótinu. Frá vinstri: Matthías Sigurðsson, Védís Huld Sigurðardóttir og Hulda María Sveinbjörnsdóttir.
Mynd / Anja Mogensen
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru þar atkvæðamestir en íslensku ungmennin stóðu sig vel.

Mótið fór fram í Herning dagana 8.–11. ágúst. Meirihluti knapa í íslenska landsliðinu tók þátt í yngri flokkunum en af tuttugu knöpum Íslands voru eingöngu sex í fullorðinsflokki. Þar fór fremstur Þórður Þorgeirsson sem tryggði Íslandi gull í A flokki gæðinga. Sat hann Gorm fra Villanora en voru þeir efstir að lokinni forkeppni og héldu forystu í gegnum öll úrslitin og sigruðu nokkuð örugglega.

Alslemma var í úrslitum í fimmgangi í ungmennaflokki en þar röðuðu íslensku knaparnir sér í þrjú efstu sætin. Védís Huld Sigurðardóttir á Búa frá Húsavík fór „Krýsuvíkurleiðina“ að sigrinum en þau unnu sér þátttökurétt í úrslitunum í gegnum B úrslit. Matthías Sigurðsson var annar á Páfa frá Kjarri og Hulda María Sveinbjörnsdóttir þriðja á Hetju frá Árbæ en Hulda og Hetja hlutu einnig silfur í samanlögðum fimmgangsgreinum.

Í A flokki ungmenna unnu þeir glæsilegan sigur, Matthías Sigurðsson og Gustur frá Stóra-Vatnsskarði og Guðmar Hólm Ísólfsson og Sólbjartur frá Akureyri unnu silfrið. Guðmar vann síðan B flokk ungmenna á Eyvari frá Álfhólum. Ragnar Snær Viðarsson tók silfur í tölti í ungmennaflokki, Dagur Sigurðsson vann brons í unglingaflokki á gæðingavellinum og Herdís Björg Jóhannsdóttir vann silfur í slaktaumatölti í ungmennaflokki.

Flestir keppendur íslenska landsliðsins kepptu á lánshestum en einungis einn hestur var fluttur út fyrir mótið samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamannafélaga.

Svíar tóku heim liðabikarinn en þeir unnu m.a. gull í 250 metra skeiði en Daníel Ingi Smárason og Hrafn frá Hestasýn voru með besta tímann. Sigurður Óli Kristinsson sigraði gæðingaskeiðið á Fjalladís frá Fornusöndum en Sigurður er búsettur í Danmörku og keppti því fyrir hönd heimamanna á mótinu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...