Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslendingar röðuðu sér í þrjú efstu sæti í fimmgangi ungmenna á Norðurlandamótinu. Frá vinstri: Matthías Sigurðsson, Védís Huld Sigurðardóttir og Hulda María Sveinbjörnsdóttir.
Íslendingar röðuðu sér í þrjú efstu sæti í fimmgangi ungmenna á Norðurlandamótinu. Frá vinstri: Matthías Sigurðsson, Védís Huld Sigurðardóttir og Hulda María Sveinbjörnsdóttir.
Mynd / Anja Mogensen
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru þar atkvæðamestir en íslensku ungmennin stóðu sig vel.

Mótið fór fram í Herning dagana 8.–11. ágúst. Meirihluti knapa í íslenska landsliðinu tók þátt í yngri flokkunum en af tuttugu knöpum Íslands voru eingöngu sex í fullorðinsflokki. Þar fór fremstur Þórður Þorgeirsson sem tryggði Íslandi gull í A flokki gæðinga. Sat hann Gorm fra Villanora en voru þeir efstir að lokinni forkeppni og héldu forystu í gegnum öll úrslitin og sigruðu nokkuð örugglega.

Alslemma var í úrslitum í fimmgangi í ungmennaflokki en þar röðuðu íslensku knaparnir sér í þrjú efstu sætin. Védís Huld Sigurðardóttir á Búa frá Húsavík fór „Krýsuvíkurleiðina“ að sigrinum en þau unnu sér þátttökurétt í úrslitunum í gegnum B úrslit. Matthías Sigurðsson var annar á Páfa frá Kjarri og Hulda María Sveinbjörnsdóttir þriðja á Hetju frá Árbæ en Hulda og Hetja hlutu einnig silfur í samanlögðum fimmgangsgreinum.

Í A flokki ungmenna unnu þeir glæsilegan sigur, Matthías Sigurðsson og Gustur frá Stóra-Vatnsskarði og Guðmar Hólm Ísólfsson og Sólbjartur frá Akureyri unnu silfrið. Guðmar vann síðan B flokk ungmenna á Eyvari frá Álfhólum. Ragnar Snær Viðarsson tók silfur í tölti í ungmennaflokki, Dagur Sigurðsson vann brons í unglingaflokki á gæðingavellinum og Herdís Björg Jóhannsdóttir vann silfur í slaktaumatölti í ungmennaflokki.

Flestir keppendur íslenska landsliðsins kepptu á lánshestum en einungis einn hestur var fluttur út fyrir mótið samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamannafélaga.

Svíar tóku heim liðabikarinn en þeir unnu m.a. gull í 250 metra skeiði en Daníel Ingi Smárason og Hrafn frá Hestasýn voru með besta tímann. Sigurður Óli Kristinsson sigraði gæðingaskeiðið á Fjalladís frá Fornusöndum en Sigurður er búsettur í Danmörku og keppti því fyrir hönd heimamanna á mótinu.

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...