Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kjötmeistari Íslands 2022 í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna er Sigurður Haraldsson sem á og rekur Pylsumeistarann við Hrísateig (Laugalæk) í Reykjavík.
Kjötmeistari Íslands 2022 í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna er Sigurður Haraldsson sem á og rekur Pylsumeistarann við Hrísateig (Laugalæk) í Reykjavík.
Mynd / HKr
Fréttir 28. mars 2022

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum er kjötmeistari Íslands 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna fór fram í síðust viku og voru úrslit kynnt í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi laugardaginn 26. mars þar sem verðlaunaafhending fór einnig fram. Í keppninni hreppir stigahæsti  keppandinn titilinn Kjötmeistari Íslands. Átti Sigurður bestu vöruna sem unnin var úr svínakjöti, en það var rúllupylsa. Fékk hann einnig sérverðlaun fyrir rúllupylsu í flokkunum bestu vörur úr elduðum kjötvörum og einnig fyrir EM pylsu, reykt og soðin sem var besta varan í flokknum soðnar pylsur.

Aðeins 4 stig skildu að þá sem lentu í fyrsta og fjórða sæti. Þá vekur einnig athygli að í öðru til fjórða sæti eru allt kjötiðnaðarmenn sem starfa hjá Sláturfélagi Suðurlands.

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var í fyrsta sæti með hlaut flest stig eða 254.

Í öðru sæti var Bjarki Freyr Sigurjónsson hjá Sláturfélagi Suðurlands með 252 stig.

Í þriðja sæti var Steinar Þórarinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands með 251 stig.

Í fjórða sæti var Jónas Pálmar Björnsson einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands sem hlaut 250 stig.

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...