Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kjötmeistari Íslands 2022 í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna er Sigurður Haraldsson sem á og rekur Pylsumeistarann við Hrísateig (Laugalæk) í Reykjavík.
Kjötmeistari Íslands 2022 í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna er Sigurður Haraldsson sem á og rekur Pylsumeistarann við Hrísateig (Laugalæk) í Reykjavík.
Mynd / HKr
Fréttir 28. mars 2022

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum er kjötmeistari Íslands 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna fór fram í síðust viku og voru úrslit kynnt í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi laugardaginn 26. mars þar sem verðlaunaafhending fór einnig fram. Í keppninni hreppir stigahæsti  keppandinn titilinn Kjötmeistari Íslands. Átti Sigurður bestu vöruna sem unnin var úr svínakjöti, en það var rúllupylsa. Fékk hann einnig sérverðlaun fyrir rúllupylsu í flokkunum bestu vörur úr elduðum kjötvörum og einnig fyrir EM pylsu, reykt og soðin sem var besta varan í flokknum soðnar pylsur.

Aðeins 4 stig skildu að þá sem lentu í fyrsta og fjórða sæti. Þá vekur einnig athygli að í öðru til fjórða sæti eru allt kjötiðnaðarmenn sem starfa hjá Sláturfélagi Suðurlands.

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var í fyrsta sæti með hlaut flest stig eða 254.

Í öðru sæti var Bjarki Freyr Sigurjónsson hjá Sláturfélagi Suðurlands með 252 stig.

Í þriðja sæti var Steinar Þórarinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands með 251 stig.

Í fjórða sæti var Jónas Pálmar Björnsson einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands sem hlaut 250 stig.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...