Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigga á Grund með töltarann sinn, sem hún hefur nýlokið við að skera út og er hæstánægð með.
Sigga á Grund með töltarann sinn, sem hún hefur nýlokið við að skera út og er hæstánægð með.
Mynd / MHH
Fréttir 31. maí 2022

Sigga á Grund hefur skorið út íslenska hestinn í öllum sínum gangtegundum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er oftast kölluð, hefur skorið út íslenska hestinn í öllum sínum gangtegundum og þykja hestarnir mikil listasmíð. Eru þeir nú til sýnis í Tré og list í Flóahreppi.

„Ég er mjög lukkuleg og ánægð með að vera loksins búin að þessu en þetta hefur tekið mig mörg hundruð klukkustundir,“ segir Sigga á Grund, útskurðarmeistari í Flóanum.

Sigga á Grund með íslenska hestinn sem hún hefur skorið út í öllum sínum fimm gangtegundum. 

Mjög sátt við útkomuna

„Þeir sem hafa séð hestana í Tré og list hér í Flóahreppi eru mjög ánægðir og hafa hrósað mér mikið fyrir verkið. Þetta var virkilega skemmtilegt og ég er mjög sátt við útkomuna.“

Síðasta gangtegundin, sem Sigga skar út var töltið. Allir hestarnir eru skornir meira og minna út í Linditré. Hestarnir eru nú til sýnis í Tré og list en fara svo aftur heim á Grund.
Ekki til sölu

„Nei, nei, þeir eru ekki falir, ég ætla að eiga þá og njóta þess að horfa á þá heima,“ segir Sigga og skellihlær.

Skylt efni: Sigga á Grund

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...