Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sigga á Grund með töltarann sinn, sem hún hefur nýlokið við að skera út og er hæstánægð með.
Sigga á Grund með töltarann sinn, sem hún hefur nýlokið við að skera út og er hæstánægð með.
Mynd / MHH
Fréttir 31. maí 2022

Sigga á Grund hefur skorið út íslenska hestinn í öllum sínum gangtegundum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er oftast kölluð, hefur skorið út íslenska hestinn í öllum sínum gangtegundum og þykja hestarnir mikil listasmíð. Eru þeir nú til sýnis í Tré og list í Flóahreppi.

„Ég er mjög lukkuleg og ánægð með að vera loksins búin að þessu en þetta hefur tekið mig mörg hundruð klukkustundir,“ segir Sigga á Grund, útskurðarmeistari í Flóanum.

Sigga á Grund með íslenska hestinn sem hún hefur skorið út í öllum sínum fimm gangtegundum. 

Mjög sátt við útkomuna

„Þeir sem hafa séð hestana í Tré og list hér í Flóahreppi eru mjög ánægðir og hafa hrósað mér mikið fyrir verkið. Þetta var virkilega skemmtilegt og ég er mjög sátt við útkomuna.“

Síðasta gangtegundin, sem Sigga skar út var töltið. Allir hestarnir eru skornir meira og minna út í Linditré. Hestarnir eru nú til sýnis í Tré og list en fara svo aftur heim á Grund.
Ekki til sölu

„Nei, nei, þeir eru ekki falir, ég ætla að eiga þá og njóta þess að horfa á þá heima,“ segir Sigga og skellihlær.

Skylt efni: Sigga á Grund

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...