Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigga á Grund með töltarann sinn, sem hún hefur nýlokið við að skera út og er hæstánægð með.
Sigga á Grund með töltarann sinn, sem hún hefur nýlokið við að skera út og er hæstánægð með.
Mynd / MHH
Fréttir 31. maí 2022

Sigga á Grund hefur skorið út íslenska hestinn í öllum sínum gangtegundum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er oftast kölluð, hefur skorið út íslenska hestinn í öllum sínum gangtegundum og þykja hestarnir mikil listasmíð. Eru þeir nú til sýnis í Tré og list í Flóahreppi.

„Ég er mjög lukkuleg og ánægð með að vera loksins búin að þessu en þetta hefur tekið mig mörg hundruð klukkustundir,“ segir Sigga á Grund, útskurðarmeistari í Flóanum.

Sigga á Grund með íslenska hestinn sem hún hefur skorið út í öllum sínum fimm gangtegundum. 

Mjög sátt við útkomuna

„Þeir sem hafa séð hestana í Tré og list hér í Flóahreppi eru mjög ánægðir og hafa hrósað mér mikið fyrir verkið. Þetta var virkilega skemmtilegt og ég er mjög sátt við útkomuna.“

Síðasta gangtegundin, sem Sigga skar út var töltið. Allir hestarnir eru skornir meira og minna út í Linditré. Hestarnir eru nú til sýnis í Tré og list en fara svo aftur heim á Grund.
Ekki til sölu

„Nei, nei, þeir eru ekki falir, ég ætla að eiga þá og njóta þess að horfa á þá heima,“ segir Sigga og skellihlær.

Skylt efni: Sigga á Grund

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...