Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn.
Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn.
Fréttir 30. október 2020

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti

Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn þar sem 20 reynsluboltar fjalla um heilsu og umhverfismál. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Umhverfisstofnun, Heilsustofnun Hveragerði, Grænni byggð og Reykjavíkurborg.

„Ég hef alltaf haft áhuga á grænum og heilbrigðum lífsstíl og í tilefni af 10 ára afmæli útgáfu minnar, Í boði náttúrunnar, ákvað ég að setja upp sannkallaða heilsuhelgi heima í stofu fyrir alla landsmenn. Þetta er nýtt fyrirkomulag hér á landi og allir fyrirlesararnir eru að gefa sína vinnu í þágu málefnisins og þess vegna er hægt að halda miðaverði í lágmarki. Markmiðið er að fá fólk til að hlúa vel að sjálfu sér og umhverfinu og klára árið með stæl,“ segir Guðbjörg og bætir við:
„Það hefur sjaldan verið mikilvægara að líta inn á við og hlúa að okkur sjálfum og umhverfi okkar. Með fyrirlestrunum viljum við hjálpa fólki að koma enn sterkara til baka þegar kófinu léttir. Fyrirlestrarnir eru 20 mínútur hver og verður meðal annars fjallað um svefn, streitu, djúpslökun, heilandi garða, hugarfarið og forvarnir. Þarmaflóran verður tekin fyrir, hvernig við aukum orkuna okkar, stjórnum þyngdinni á heilbrigðan hátt og lærum að anda rétt. Á umhverfissviðinu verður fjallað um eiturefnalaus heimili, fata- og matarsóun, bætt loftgæði og hvað við getum almennt gert til að spyrna við neikvæðum umhverfisáhrifum.“

 

Sjá nánari dagskrá á www.lifumbetur.is/fyrirlesarar

 

 

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...