Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn.
Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn.
Fréttir 30. október 2020

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti

Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn þar sem 20 reynsluboltar fjalla um heilsu og umhverfismál. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Umhverfisstofnun, Heilsustofnun Hveragerði, Grænni byggð og Reykjavíkurborg.

„Ég hef alltaf haft áhuga á grænum og heilbrigðum lífsstíl og í tilefni af 10 ára afmæli útgáfu minnar, Í boði náttúrunnar, ákvað ég að setja upp sannkallaða heilsuhelgi heima í stofu fyrir alla landsmenn. Þetta er nýtt fyrirkomulag hér á landi og allir fyrirlesararnir eru að gefa sína vinnu í þágu málefnisins og þess vegna er hægt að halda miðaverði í lágmarki. Markmiðið er að fá fólk til að hlúa vel að sjálfu sér og umhverfinu og klára árið með stæl,“ segir Guðbjörg og bætir við:
„Það hefur sjaldan verið mikilvægara að líta inn á við og hlúa að okkur sjálfum og umhverfi okkar. Með fyrirlestrunum viljum við hjálpa fólki að koma enn sterkara til baka þegar kófinu léttir. Fyrirlestrarnir eru 20 mínútur hver og verður meðal annars fjallað um svefn, streitu, djúpslökun, heilandi garða, hugarfarið og forvarnir. Þarmaflóran verður tekin fyrir, hvernig við aukum orkuna okkar, stjórnum þyngdinni á heilbrigðan hátt og lærum að anda rétt. Á umhverfissviðinu verður fjallað um eiturefnalaus heimili, fata- og matarsóun, bætt loftgæði og hvað við getum almennt gert til að spyrna við neikvæðum umhverfisáhrifum.“

 

Sjá nánari dagskrá á www.lifumbetur.is/fyrirlesarar

 

 

Úttekt á framkvæmd tollamála í burðarliðnum
Fréttir 4. desember 2020

Úttekt á framkvæmd tollamála í burðarliðnum

Alþingi samþykkt undir lok nóvember beiðni níu þingmanna Miðflokksins um að útte...

Verðþróun á dagvörumarkaði: Innfluttar vörur í flestum tilvikum hækkað mun meira
Fréttir 3. desember 2020

Verðþróun á dagvörumarkaði: Innfluttar vörur í flestum tilvikum hækkað mun meira

ASÍ hefur skilað skýrslu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) um ve...

Byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins
Fréttir 2. desember 2020

Byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins

Í gær var formlegur samstarfssamningur um Grænan hraðal undirritaður sem er sams...

Skorið niður á Syðri-Hofdölum – hjörð líklega smituð
Fréttir 2. desember 2020

Skorið niður á Syðri-Hofdölum – hjörð líklega smituð

Matvælastofnun áréttar vegna andmæla við niðurskurði á sauðfé á bænum Syðri-Hofd...

Ísland ákjósanlegt fyrir lífræna ræktun
Fréttir 2. desember 2020

Ísland ákjósanlegt fyrir lífræna ræktun

Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu Lífræn ...

Gamla útboðsleiðin fyrir tollkvóta búvara verði tímabundin tekin upp
Fréttir 1. desember 2020

Gamla útboðsleiðin fyrir tollkvóta búvara verði tímabundin tekin upp

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerir...

Díoxín-menguð landnámshænuegg
Fréttir 30. nóvember 2020

Díoxín-menguð landnámshænuegg

Matvælastofnun varar við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. í Hrísey.  Fyri...

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu
Fréttir 27. nóvember 2020

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu

Í dag klukkan 13 verður haldin uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og s...