Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn.
Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn.
Fréttir 30. október 2020

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti

Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunnar, stendur fyrir rafræna fyrirlestraviðburðinum Lifum betur um helgina sem verður sannkölluð heilsuhelgi heima í stofu fyrir landsmenn þar sem 20 reynsluboltar fjalla um heilsu og umhverfismál. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Umhverfisstofnun, Heilsustofnun Hveragerði, Grænni byggð og Reykjavíkurborg.

„Ég hef alltaf haft áhuga á grænum og heilbrigðum lífsstíl og í tilefni af 10 ára afmæli útgáfu minnar, Í boði náttúrunnar, ákvað ég að setja upp sannkallaða heilsuhelgi heima í stofu fyrir alla landsmenn. Þetta er nýtt fyrirkomulag hér á landi og allir fyrirlesararnir eru að gefa sína vinnu í þágu málefnisins og þess vegna er hægt að halda miðaverði í lágmarki. Markmiðið er að fá fólk til að hlúa vel að sjálfu sér og umhverfinu og klára árið með stæl,“ segir Guðbjörg og bætir við:
„Það hefur sjaldan verið mikilvægara að líta inn á við og hlúa að okkur sjálfum og umhverfi okkar. Með fyrirlestrunum viljum við hjálpa fólki að koma enn sterkara til baka þegar kófinu léttir. Fyrirlestrarnir eru 20 mínútur hver og verður meðal annars fjallað um svefn, streitu, djúpslökun, heilandi garða, hugarfarið og forvarnir. Þarmaflóran verður tekin fyrir, hvernig við aukum orkuna okkar, stjórnum þyngdinni á heilbrigðan hátt og lærum að anda rétt. Á umhverfissviðinu verður fjallað um eiturefnalaus heimili, fata- og matarsóun, bætt loftgæði og hvað við getum almennt gert til að spyrna við neikvæðum umhverfisáhrifum.“

 

Sjá nánari dagskrá á www.lifumbetur.is/fyrirlesarar

 

 

Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu
Fréttir 24. nóvember 2020

Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu

Unnið er að útfærslu og fjármögnun á uppbyggingu baðlóns og 100 herbergja hótels...

Undirbúningur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir endurreisnina
Fréttir 23. nóvember 2020

Undirbúningur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir endurreisnina

Í byrjun næsta árs mun verkefnið Ratsjáin fara af stað, sem er hugsað fyrir stjó...

Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum
Fréttir 23. nóvember 2020

Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum

Eyjólfur Pétur Pálmason forstjóri Vélfangs segir að þrátt fyrir COVID-19 faraldu...

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri
Fréttir 23. nóvember 2020

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri

Aðeins einu sinni áður hefur meðalþyngd lamba hjá Norðlenska á Húsavík verið hær...

Hrútaskráin komin á vefinn
Fréttir 20. nóvember 2020

Hrútaskráin komin á vefinn

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum
Fréttir 20. nóvember 2020

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum

Nýlega hélt Geitfjárræktarfélag Íslands aðalfund. Anna María Flygenring var kjör...

Búið að skera niður 38 geitur og kið
Fréttir 20. nóvember 2020

Búið að skera niður 38 geitur og kið

Búið er að lóga 38 geitum og kiðum á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur...

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur
Fréttir 20. nóvember 2020

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur

Að aflokinni sláturtíð er við hæfi að setja lambakjöt á matseðilinn. Ekki skemmi...