Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Segull 67 brugghús hlýtur umhverfisviðurkenninguna Bláskelina
Mynd / Bbl
Fréttir 19. september 2019

Segull 67 brugghús hlýtur umhverfisviðurkenninguna Bláskelina

Höfundur: smh

Þann 1. september veitti umhverfis- og auðlinda­ráð­herra umhverfisviðurkenninguna Bláskelina fyrir framúrskarandi plast­lausa lausn. Marteinn Haralds­son, einn eigenda Brugg­hússins Seguls 67, veitti viður­kenningunni viðtöku úr hendi Guðmundar Inga Guðbrandssyni ráðherra, á viðburði í Ráðhúsi Reykjavíkur um leið og átaks­verkefnið Plastlaus september var sett.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að sú lausn Seguls 67 að nýta bjórkippuhringi úr lífrænum efnum í stað plasts væri framúrskarandi. „Í rökstuðningi nefndarinnar kemur fram að hún hefði lagt áherslu á að lausnin hefði möguleika á að komast í almenna notkun og að nýnæmi lausnarinnar hér á landi hefði vegið þungt. Ef fleiri framleiðendur myndu nota lífræna kippuhringi í stað plasts myndi það ekki einungis skila sér í minni plastnotkun og -mengun heldur einnig auka meðvitund í samfélaginu um óþarfa plastnotkun. Á síðasta ári voru 15 milljónir lítra af bjór í áldósum seldir hérlendis og 75% þeirra eru íslensk framleiðsla,“ segir í tilkynningunni.

Marteinn Haraldsson, einn eigenda Seguls 67 brugghúss, tekur við viðurkenningunni úr hendi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Hluti aðgerða gegn neikvæðum áhrifum plasts

Bláskelin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plast­notkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar. Í úthlutunarnefnd sitja fulltrúar frá Nýsköpunar­miðstöð Íslands, Samtökum atvinnu­lífsins, Plastlausum september og Umhverfis­stofnun.

Kallað var í sumarbyrjun eftir tilnefningum frá almenningi um fyrirtæki, stofnanir, einstaklinga eða aðra sem hafa nýtt framúrskarandi lausnir við að stuðla að minni plast­notkun og minni plast­úrgangi í samfélaginu. Fimm aðilar komust í úrslitahóp dómnefndar auk Seguls 67; Bioborgarar, Efnalaugin Björg, Farfuglar á Íslandi og Kaja Organics. Bioborgarar er lífrænn hamborgarastaður sem fram­reiðir matinn í margnota búnaði á staðnum og í pappaumbúðum fyrir fólk til að taka með. Efnalaugin Björg býður upp á fjölnota fatapoka, Farfuglar á Íslandi hafa dregið verulega úr plastúrgangi og tekið út einnota plast í rekstri farfugla­heimila sinna og Kaja Organics rekur meðal annars umbúðalausa verslun, lífrænt kaffihús, heild­sölu og fram­leiðslu sem vottuð er lífrænt af Vottunarstofunni Túni.

Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...