Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Segja ríkið ekki standa við samninga um fjárframlög
Fréttir 24. október 2019

Segja ríkið ekki standa við samninga um fjárframlög

Höfundur: Vilmundur Hansen

Félag skógarbænda á Austurlandi hefur tekið saman greinar­gerð þar sem áherslur bændanna hafa verið dregnar saman. Greinar­gerðin hefur verið kynnt umhverfisráðherra og þing­mönnum Norðaustur­kjör­dæmis. Margir eru orðnir svekktir á því að ríkið standi ekki við gerða samninga um fjárframlög.

Í greinargerðinni segir að á Austurlandi séu um 150 skógarbændur sem gert hafa samninga við ríkið um skógrækt á lögbýlum. Þeir eru stoltir af sínu framlagi til uppbyggingar skógarauðlindar á Íslandi og að í hópnum séu fyrstu íslensku skógarbændurnir.

Jóhann F. Þórhallsson, skógar­bóndi að Brekkugerði, Fljótsdal, segir að markmið skógræktar á lögbýlum sé að rækta skóg á að minnsta kosti 5% lands undir 400 metra hæð yfir sjávarmáli og skapa skógarauðlind á Íslandi, rækta fjölnytja skóg og skjólbelti, efla atvinnulíf og um leið að treysta byggð.

Jóhann F. Þórhallsson, skógar­bóndi að Brekkugerði, Fljótsdal.

„Skógrækt er einnig skilvirk leið til að binda kolefni og auka verðmæti lands og með henni má útvíkka þessi markmið og nota skógrækt sem lið í að uppfylla markmið Parísarsáttmálans í loftslagsmálum.“

Samdráttur í fjárveitingum

„Frá 2008 hefur orðið meira en 40% samdráttur í fjárveitingum og umsvifum í skógrækt á lögbýlum vegna þess að ríkið stendur ekki við samninga við bændur og þrátt fyrir að í þeim sé gert ráð fyrir að það taki 10 ár að gróðursetja á hverju lögbýli tæki það 40 ár að uppfylla fyrirliggjandi samninga, miðað við fjárveitingar 2019.
Dæmi um þetta er að fyrsta grisjun er lykilatriði í að tryggja verðmæti skóga og nú tekst ekki að fylgja eftir þörfinni fyrir fyrstu grisjun, sem orðin er aðkallandi á Austurlandi vegna fjárskorts.

Við viljum að fjármagn til skóga­ræktar verði aukið umtalsvert og hníga rök um kolefnisbindingu og eftirfylgni samninga að því að fjórfalda ætti framlögin.

Okkur skógarbændum hefur verði falið það hlutverk að auka kolefnisbindingu og með skógrækt er hægt að auka hana hratt ef staðið er við gerða samninga og unnið samkvæmt áætlunum og skipulagi sem er til staðar núna,“ segir Jóhann.

Hann segir einnig að það sé skógarbændum brýnt baráttumál að í fjárlögum ársins 2020 og í fjármálaáætlun til 5 ára verði fjárveitingar til skógræktar á lög­býlum auknar.

Samstarf og hvatning

Í greinargerð skógarbænda á Austur­landi segir einnig að þróa þurfi og styrkja samstarf og samráð við Skógræktina í kjölfar breytinga í stofnanaumhverfi og meðal annars hvetja til aukins gagnsæis í skiptingu fjárveitinga á fjárlagaliðnum Fram­lög til skógræktar á lögbýlum.

Að hvetja skuli bændur til að fylgja eftir samningum og halda áfram að gróðursetja og grisja jafnóðum og fjármagn fæst, þrátt fyrir að hraði fjárveitinga fylgi ekki samningum.

Að hvetja skuli bændur til að vera vakandi fyrir þeim möguleika að skapa verðmæti með fjölbreyttri nýtingu skóganna og hvetja skuli til þróunarstarfs og nýsköpunar við nýtingu skógarauðlindarinnar hvort sem er hjá bændum, verktökum eða háskólum og stofnunum.

Einnig að hefðbundnar viðar­nytjar verði undirbúnar og að haldið verði áfram að rækta og efla nær­samfélagið með verkefnum eins og Skógardeginum mikla og Barra­markaði.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...