Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sauðfjárbúskapur á 7 bæjum í Árneshreppi næsta haust
Fréttir 25. apríl 2016

Sauðfjárbúskapur á 7 bæjum í Árneshreppi næsta haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ábúendur á þremur bæjum í Árneshreppi hyggjast bregða búi á hausti komandi, á Bæ, Finnbogastöðum og Krossnesi. Alls verða eftir í hreppnum 7 bæir þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur.  Þeir eru 10 talsins um þessar mundir. 
 
Misskilnings gætti í frétt í Bændablaðinu fyrir páska þar sem fram kom að eftir að búskapur leggst af á áðurnefndum þremur bæjum yrðu eftir í hreppnum 10 bæir þar sem stundaður er fjárbúskapur.  
 
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi, orðaði það svo í samtali við Bændablaðið að um væri að ræða þungt högg fyrir lítið byggðarlag, en vildi ekki taka svo djúpt í árinni að um yfirvofandi héraðsbrest væri að ræða, staðan væri engu að síður mjög alvarleg. 
 
Hún segir að í Árneshreppi, sem vissulega sé fámennur, sé engu að síður ríkjandi þokkaleg bjartsýni og eitt og annað sem gefi tilefni til þess.Trilluútgerð er öflug að sumarlagi, ferðaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum þar líkt og annars staðar í landinu og lofar komandi sumar góðu. Batnandi vegir í hreppnum skipta verulegu máli en aðalfyrirstaðan til þessa hefur verið vegurinn um Veiðileysuháls. 
 
Íbúar binda vonir við Hval­árvirkjun í Ófeigsfirði sem fyrirhugað er að reisa og til stendur að hefja vegagerð í tengslum við framkvæmdir á Ófeigsfjarðarheiði í sumar.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f