Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sauðfjárbúskapur á 7 bæjum í Árneshreppi næsta haust
Fréttir 25. apríl 2016

Sauðfjárbúskapur á 7 bæjum í Árneshreppi næsta haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ábúendur á þremur bæjum í Árneshreppi hyggjast bregða búi á hausti komandi, á Bæ, Finnbogastöðum og Krossnesi. Alls verða eftir í hreppnum 7 bæir þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur.  Þeir eru 10 talsins um þessar mundir. 
 
Misskilnings gætti í frétt í Bændablaðinu fyrir páska þar sem fram kom að eftir að búskapur leggst af á áðurnefndum þremur bæjum yrðu eftir í hreppnum 10 bæir þar sem stundaður er fjárbúskapur.  
 
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi, orðaði það svo í samtali við Bændablaðið að um væri að ræða þungt högg fyrir lítið byggðarlag, en vildi ekki taka svo djúpt í árinni að um yfirvofandi héraðsbrest væri að ræða, staðan væri engu að síður mjög alvarleg. 
 
Hún segir að í Árneshreppi, sem vissulega sé fámennur, sé engu að síður ríkjandi þokkaleg bjartsýni og eitt og annað sem gefi tilefni til þess.Trilluútgerð er öflug að sumarlagi, ferðaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum þar líkt og annars staðar í landinu og lofar komandi sumar góðu. Batnandi vegir í hreppnum skipta verulegu máli en aðalfyrirstaðan til þessa hefur verið vegurinn um Veiðileysuháls. 
 
Íbúar binda vonir við Hval­árvirkjun í Ófeigsfirði sem fyrirhugað er að reisa og til stendur að hefja vegagerð í tengslum við framkvæmdir á Ófeigsfjarðarheiði í sumar.
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.