Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sauðfjárbúskapur á 7 bæjum í Árneshreppi næsta haust
Fréttir 25. apríl 2016

Sauðfjárbúskapur á 7 bæjum í Árneshreppi næsta haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ábúendur á þremur bæjum í Árneshreppi hyggjast bregða búi á hausti komandi, á Bæ, Finnbogastöðum og Krossnesi. Alls verða eftir í hreppnum 7 bæir þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur.  Þeir eru 10 talsins um þessar mundir. 
 
Misskilnings gætti í frétt í Bændablaðinu fyrir páska þar sem fram kom að eftir að búskapur leggst af á áðurnefndum þremur bæjum yrðu eftir í hreppnum 10 bæir þar sem stundaður er fjárbúskapur.  
 
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi, orðaði það svo í samtali við Bændablaðið að um væri að ræða þungt högg fyrir lítið byggðarlag, en vildi ekki taka svo djúpt í árinni að um yfirvofandi héraðsbrest væri að ræða, staðan væri engu að síður mjög alvarleg. 
 
Hún segir að í Árneshreppi, sem vissulega sé fámennur, sé engu að síður ríkjandi þokkaleg bjartsýni og eitt og annað sem gefi tilefni til þess.Trilluútgerð er öflug að sumarlagi, ferðaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum þar líkt og annars staðar í landinu og lofar komandi sumar góðu. Batnandi vegir í hreppnum skipta verulegu máli en aðalfyrirstaðan til þessa hefur verið vegurinn um Veiðileysuháls. 
 
Íbúar binda vonir við Hval­árvirkjun í Ófeigsfirði sem fyrirhugað er að reisa og til stendur að hefja vegagerð í tengslum við framkvæmdir á Ófeigsfjarðarheiði í sumar.
Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...