Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfé hefur fækkað um rúmlega 3.700 í gegnum aðlögunarsamningana
Mynd / Bbl
Fréttir 10. nóvember 2021

Sauðfé hefur fækkað um rúmlega 3.700 í gegnum aðlögunarsamningana

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um aðlögunar­samninga í sauðfjárrækt. Er þetta í síðasta skiptið sem slíkir samningar eru auglýstir samkvæmt reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt, en þeir voru fyrst auglýstir árið 2019. Á þeim tíma hefur fækkun fjár verið samtals 3.746 vetrarfóðraðar kindur.

Sauðfjárbændur sem hyggjast hætta búskap, eða fækka vetrarfóðruðum kindum um að minnsta kosti 100, eiga möguleika á að gera aðlögunarsamning við stjórnvöld sem gildir í þrjú ár. Slíkur samningur skuldbindur bændur til að fækka vetrarfóðruðum kindum „og í staðinn að byggja upp nýjar búgreinar, búskaparhætti eða hasla sér völl á öðrum sviðum m.a. til þess að stuðla að nýsköpun og náttúruvernd“, eins og segir í reglugerðinni.

Aðlögunarsamningarnir frá 2019 

Ákvæði um slíka aðlögunar­samninga komu fram í endur­skoðuðum samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar sem samþykktur var í byrjun árs 2019. 

Markmið þess samnings var meðal annars að stuðla að auknu jafnvægi framboðs og eftirspurnar á markaði með sauðfjárafurðir, auka frelsi sauðfjárbænda og auðvelda greininni að takast á við sveiflur í ytra og innra umhverfi hennar.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu hafa alls 22 aðlögunarsamningar í sauðfjárrækt verið gerðir frá 2019. Þar af eru 13 bændur sem hættu sauðfjárbúskap með samningunum og níu bændur sem fækkuðu um 100 fjár eða meira en halda búskap áfram.

Stuðningsgreiðslur á samningstímanum

Í reglugerðinni, sjöunda kafla hennar, kemur fram að hámarksfækkun vetrarfóðraðra kinda með aðlögunarsamningum skuli vera 10 prósent miðað við fækkun frá haustskýrslu árið 2016 í Bústofni.

„Framleiðandi fær stuðnings­greiðslur á samningstímanum í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt á gildistíma samningsins þrátt fyrir að hann stundi ekki sauðfjárrækt.  Greiðslur vegna býlisstuðnings og ullarnýtingar eru þó undanskildar.

Gæðastýringargreiðslur skulu miðast við framleiðslu sl. tveggja ára enda skal framleiðandi standast skilyrði gæðastýringar á samningstímanum, sé hann ekki að hætta sauðfjárrækt. Aðrar stuðningsgreiðslur sem framleiðandi hafði við gildistöku aðlögunarsamnings taka almennum breytingum sem kunna að verða á úthlutun þeirra árlega. Framleiðandi verður áfram rétthafi svæðisbundins stuðnings á gildistíma samningsins. Gildir það jafnt um samninga þar sem framleiðandi hættir fjárbúskap og samninga um hlutfallslega fækkun.

Hjá þeim framleiðendum sem hætta í sauðfjárbúskap miðast greiðslur vegna aðlögunarsamninga við ærgildi fyrir innlausn.

Gæðastýringargreiðslur og svæðisbundinn stuðningur miðast við meðalfjárfjölda og framleiðslu síðastliðinna tveggja ára eftir því sem við á.

Hjá þeim framleiðendum sem halda áfram sauðfjárbúskap miðast beingreiðslur vegna aðlögunarsamnings við innleyst greiðslumark. Hlutfall annarra greiðslna verður það sama og hlutfallsleg fækkun vetrarfóðraðs fjár sem samið er um. Um greiðslur út á framleiðslu eða gripafjölda sem áfram er á búinu fer eftir almennum ákvæðum reglugerðarinnar“, segir í reglugerðarákvæðinu um aðlögunarsamningana.

Samningarnir núna gilda í þrjú ár

Umsóknarfrestur um aðlögunar­samning er til 31. desember 2021 og ekki verður hægt að sækja um aðlögunarsamninga að þeim fresti loknum. Aðlögunarsamningar sem gerðir voru árið 2019 tóku gildi 1. janúar 2020 og greiðslur samkvæmt þeim gilda í fjögur ár. Aðlögunarsamningar gerðir síðar taka gildi 1. janúar komandi árs eftir samningsgerð og gilda í þrjú ár.

Frekari upplýsingar um aðlögunarsamningana er að finna í sjöunda kafla reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1253/2019. 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.