Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samningur milli Skógræktarinnar og PCC á Bakka Silicon um kaup 2.000 rúmmetrum af timburbolum á ári næstu árum mun leiða til þess að auðveldara verður að fjármagna grisjun norðlenskra skóga. Verksmiðjan brennir kolum, koksi og timburkurli til að framleiða Kísilmálm.  Til að framleiða 33.000 tonn af kísilmálmi á ári þarf um 60-66 þúsund tonn af kolum, 40.000 tonn af viðarspæni, auk koks og 52 megawött af raforku eða 456 gígawattstundir, samkvæmi minnisblaði fyrirtækisins.
Samningur milli Skógræktarinnar og PCC á Bakka Silicon um kaup 2.000 rúmmetrum af timburbolum á ári næstu árum mun leiða til þess að auðveldara verður að fjármagna grisjun norðlenskra skóga. Verksmiðjan brennir kolum, koksi og timburkurli til að framleiða Kísilmálm. Til að framleiða 33.000 tonn af kísilmálmi á ári þarf um 60-66 þúsund tonn af kolum, 40.000 tonn af viðarspæni, auk koks og 52 megawött af raforku eða 456 gígawattstundir, samkvæmi minnisblaði fyrirtækisins.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. september 2021

Samningur um kaup á timbri úr norðlenskum skógum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Samningur milli Skógræktar­innar og PCC á Bakka Silicon um kaup 2.000 rúmmetrum af timburbolum á ári næstu árin hefur verið undirritaður.

Þreifingar hafa staðið yfir í nokkur misseri um möguleg kaup PCC á timbri frá norðlenskum skógareigendum. Fyrirtækið taldi í upphafi að einungis væri hægt að nota innfluttan við af lauftrjám í framleiðsluna á Bakka en fékk til prófana sýnishorn af íslensku timbri að því er fram kemur í tilkynningu.

„Þessi sýnishorn sýndu að hægt er að nota timbur af öllum helstu trjátegundum í íslenskri skógrækt. Í kísilveri eins og verksmiðju PCC á Bakka er mjög mikilvægt að forðast öll aðskotaefni, svo sem þungmálma og steinefni sem kunna að leynast í timbrinu.“ Timbrið sem kemur úr norðlenskum skógum er nægilega hreint til vinnslu á Bakka m.a. þar sem loftmengun er lítil hér á landi.

Skógarnir verða verðmætari

Auðveldara verður nú eftir samninginn að grisja norðlenska skóga jafnvel þó svo að timbursala til fyrirtækisins standi ekki að fullu undir kostnaði við grisjunina. Slík grisjun stuðlar að því að í skóginum standa áfram bestu trén sem mynda til framtíðar liðið verðmætara timbur. Þannig verða skógarnir verðmætari og eigendur fái meiri arð út úr þeim í fyllingu tímans.

Með því að nota innlent timbur í stað innflutts timburs eða kola í framleiðslu sinni dregur PCC úr umhverfisáhrifum starfsemi sinna. Minni flutningar á timbri leiða til minni losunar á hverja timbureiningu og ef íslenskt timbur leysir af hólmi innflutt kol eru áhrifin enn meiri.

Sílikonverksmiðjan PCC Bakki Silicon er Bakkahöfða norðan við Húsavík.

Skylt efni: Skógræktin | PCC á Bakka

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...