Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samningur milli Skógræktarinnar og PCC á Bakka Silicon um kaup 2.000 rúmmetrum af timburbolum á ári næstu árum mun leiða til þess að auðveldara verður að fjármagna grisjun norðlenskra skóga. Verksmiðjan brennir kolum, koksi og timburkurli til að framleiða Kísilmálm.  Til að framleiða 33.000 tonn af kísilmálmi á ári þarf um 60-66 þúsund tonn af kolum, 40.000 tonn af viðarspæni, auk koks og 52 megawött af raforku eða 456 gígawattstundir, samkvæmi minnisblaði fyrirtækisins.
Samningur milli Skógræktarinnar og PCC á Bakka Silicon um kaup 2.000 rúmmetrum af timburbolum á ári næstu árum mun leiða til þess að auðveldara verður að fjármagna grisjun norðlenskra skóga. Verksmiðjan brennir kolum, koksi og timburkurli til að framleiða Kísilmálm. Til að framleiða 33.000 tonn af kísilmálmi á ári þarf um 60-66 þúsund tonn af kolum, 40.000 tonn af viðarspæni, auk koks og 52 megawött af raforku eða 456 gígawattstundir, samkvæmi minnisblaði fyrirtækisins.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. september 2021

Samningur um kaup á timbri úr norðlenskum skógum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Samningur milli Skógræktar­innar og PCC á Bakka Silicon um kaup 2.000 rúmmetrum af timburbolum á ári næstu árin hefur verið undirritaður.

Þreifingar hafa staðið yfir í nokkur misseri um möguleg kaup PCC á timbri frá norðlenskum skógareigendum. Fyrirtækið taldi í upphafi að einungis væri hægt að nota innfluttan við af lauftrjám í framleiðsluna á Bakka en fékk til prófana sýnishorn af íslensku timbri að því er fram kemur í tilkynningu.

„Þessi sýnishorn sýndu að hægt er að nota timbur af öllum helstu trjátegundum í íslenskri skógrækt. Í kísilveri eins og verksmiðju PCC á Bakka er mjög mikilvægt að forðast öll aðskotaefni, svo sem þungmálma og steinefni sem kunna að leynast í timbrinu.“ Timbrið sem kemur úr norðlenskum skógum er nægilega hreint til vinnslu á Bakka m.a. þar sem loftmengun er lítil hér á landi.

Skógarnir verða verðmætari

Auðveldara verður nú eftir samninginn að grisja norðlenska skóga jafnvel þó svo að timbursala til fyrirtækisins standi ekki að fullu undir kostnaði við grisjunina. Slík grisjun stuðlar að því að í skóginum standa áfram bestu trén sem mynda til framtíðar liðið verðmætara timbur. Þannig verða skógarnir verðmætari og eigendur fái meiri arð út úr þeim í fyllingu tímans.

Með því að nota innlent timbur í stað innflutts timburs eða kola í framleiðslu sinni dregur PCC úr umhverfisáhrifum starfsemi sinna. Minni flutningar á timbri leiða til minni losunar á hverja timbureiningu og ef íslenskt timbur leysir af hólmi innflutt kol eru áhrifin enn meiri.

Sílikonverksmiðjan PCC Bakki Silicon er Bakkahöfða norðan við Húsavík.

Skylt efni: Skógræktin | PCC á Bakka

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...