Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samningur Bændasamtakanna við Félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun um afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af COVID-19 hefur verið framlengdur til áramóta.
Samningur Bændasamtakanna við Félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun um afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af COVID-19 hefur verið framlengdur til áramóta.
Fréttir 5. nóvember 2020

Samningur um afleysingaþjónustu fyrir bændur framlengdur til áramóta

Í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor gerðu Bændasamtökin samkomulag, fyrir hönd sinna félagsmanna, við félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun um fjárstuðning úr Tryggingasjóði sjálfstætt starfandi einstaklinga til að standa undir kostnaði félagsmanna við afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af völdum COVID-19. Sá samningur náði til loka maí á þessu ári en hefur nú verið framlengdur fram að áramótum.

Bændasamtök Íslands í samvinnu við búnaðarsambönd hafa skipulagt afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af völdum kórónuveirunnar. Nokkrir aðilar eru á viðbragðslista sem munu taka að sér bústörf þegar og ef þörf er á. Þeir bændur, sem geta ekki sinnt sínum störfum, eiga kost á að sækja um afleysingu að hámarki í 14 daga.

Búnaðarsamböndin sjá um utanumhald, samskipti við verktaka og útdeilingu verkefna á hverju búnaðarsambandssvæði. Hægt er að sækja strax um aðstoð en boðið er upp á þjónustuna út desember.

Upplýsingar eru veittar í netfangið afleysing@bondi.is og í eftirfarandi símanúmerum:

Búnaðarsamband A-Skaftfellinga, sími 867-9634

Búnaðarsamband Austurlands, sími 893-9375

Búnaðarsamband Eyjafjarðar, sími 460-4472

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda, sími 451-2602

Búnaðarsamband N-Þingeyinga, sími 895-0833

Búnaðarsamband Skagfirðinga, sími 846-8185

Búnaðarsamband Suðurlands, sími 480-1800

Búnaðarsamband S-Þingeyinga, sími 843-9140

Búnaðarsamtök Vesturlands, sími 437-1215

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...