Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samdráttur varð í Svíþjóð í markaðshlutdeild innlendra landbúnaðarafurða
Fréttir 19. október 2018

Samdráttur varð í Svíþjóð í markaðshlutdeild innlendra landbúnaðarafurða

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Opnun landamæra og niður­fell­ingar á innflutningstollum vegna aðildar Svíþjóðar að Evrópusambandinu 1995 varð til þess að markaðshlutdeild innlendrar búvöruframleiðslu minnkaði verulega. Á Íslandi velta menn fyrir sér hvort dómur Hæstaréttar í síðustu viku með afnámi tollverndar á hráu kjöti og ófrosnu kjöti muni hafa svipaðar afleiðingar fyrir íslenska bændur. 
 
Frændur okkar Svíar eru með þeim allra fremstu í bændastétt á heimsvísu þegar kemur að búfjárhaldi. Dýravelferð er þar í hávegum höfð, sænskar reglur um aðbúnað dýra ganga í mörgu mun lengra en almennt gerist innan ESB. Samt hafa sænskar landbúnaðarafurðir verið á undanhaldi í baráttunni við innfluttar vörur.   
 
Erna Bjarnadóttir.
Sýklalyfjanotkun í Svíþjóð er með því lægsta sem þekkist innan Evrópu. Sænskir neytendur eiga því greitt aðgengi að heilnæmum vörum sem framleiddar eru með velferð búfjár í fyrrirúmi. Auðvelt er að finna efni sem sýnir fram á þetta t.d. á  http://www.svensktkott.se.
 
En hver er svo reyndin þegar til kastanna kemur, hefur sænskur landbúnaður haldið markaðs­hlutdeild sinni eða jafnvel aukið hana í ljósi þessarar góðu stöðu? Meðfylgjandi graf sýnir þróun markaðshlutdeildar sænskra búfjár­afurða frá því landið varð aðili að ESB og þar með allir tollar felldir niður gagnvart öðrum löndum á innri markaði ESB.
 
 
Eins og sjá má hefur markaðs­hlutdeild allra búfjárafurða minnkað. Örlítill viðsnúningur hefur náðst seinustu 2–3 ár, eitthvað sem eins má skýra með veikri sænskri krónu fremur en að viðspyrna hafi náðst í markaðsmálum. Það er því von að sú spurning vakni hvort íslenskur landbúnaður sé á leið inn á sænsku brautarteinana með hratt rýrnandi tollvernd og dómi Hæstaréttar frá 11. október sem sleit eitt síðasta hálmstráið í baráttunni gegn innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti. 
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...