Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samdráttur varð í Svíþjóð í markaðshlutdeild innlendra landbúnaðarafurða
Fréttir 19. október 2018

Samdráttur varð í Svíþjóð í markaðshlutdeild innlendra landbúnaðarafurða

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Opnun landamæra og niður­fell­ingar á innflutningstollum vegna aðildar Svíþjóðar að Evrópusambandinu 1995 varð til þess að markaðshlutdeild innlendrar búvöruframleiðslu minnkaði verulega. Á Íslandi velta menn fyrir sér hvort dómur Hæstaréttar í síðustu viku með afnámi tollverndar á hráu kjöti og ófrosnu kjöti muni hafa svipaðar afleiðingar fyrir íslenska bændur. 
 
Frændur okkar Svíar eru með þeim allra fremstu í bændastétt á heimsvísu þegar kemur að búfjárhaldi. Dýravelferð er þar í hávegum höfð, sænskar reglur um aðbúnað dýra ganga í mörgu mun lengra en almennt gerist innan ESB. Samt hafa sænskar landbúnaðarafurðir verið á undanhaldi í baráttunni við innfluttar vörur.   
 
Erna Bjarnadóttir.
Sýklalyfjanotkun í Svíþjóð er með því lægsta sem þekkist innan Evrópu. Sænskir neytendur eiga því greitt aðgengi að heilnæmum vörum sem framleiddar eru með velferð búfjár í fyrrirúmi. Auðvelt er að finna efni sem sýnir fram á þetta t.d. á  http://www.svensktkott.se.
 
En hver er svo reyndin þegar til kastanna kemur, hefur sænskur landbúnaður haldið markaðs­hlutdeild sinni eða jafnvel aukið hana í ljósi þessarar góðu stöðu? Meðfylgjandi graf sýnir þróun markaðshlutdeildar sænskra búfjár­afurða frá því landið varð aðili að ESB og þar með allir tollar felldir niður gagnvart öðrum löndum á innri markaði ESB.
 
 
Eins og sjá má hefur markaðs­hlutdeild allra búfjárafurða minnkað. Örlítill viðsnúningur hefur náðst seinustu 2–3 ár, eitthvað sem eins má skýra með veikri sænskri krónu fremur en að viðspyrna hafi náðst í markaðsmálum. Það er því von að sú spurning vakni hvort íslenskur landbúnaður sé á leið inn á sænsku brautarteinana með hratt rýrnandi tollvernd og dómi Hæstaréttar frá 11. október sem sleit eitt síðasta hálmstráið í baráttunni gegn innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti. 
Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...