Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samdráttur varð í Svíþjóð í markaðshlutdeild innlendra landbúnaðarafurða
Fréttir 19. október 2018

Samdráttur varð í Svíþjóð í markaðshlutdeild innlendra landbúnaðarafurða

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Opnun landamæra og niður­fell­ingar á innflutningstollum vegna aðildar Svíþjóðar að Evrópusambandinu 1995 varð til þess að markaðshlutdeild innlendrar búvöruframleiðslu minnkaði verulega. Á Íslandi velta menn fyrir sér hvort dómur Hæstaréttar í síðustu viku með afnámi tollverndar á hráu kjöti og ófrosnu kjöti muni hafa svipaðar afleiðingar fyrir íslenska bændur. 
 
Frændur okkar Svíar eru með þeim allra fremstu í bændastétt á heimsvísu þegar kemur að búfjárhaldi. Dýravelferð er þar í hávegum höfð, sænskar reglur um aðbúnað dýra ganga í mörgu mun lengra en almennt gerist innan ESB. Samt hafa sænskar landbúnaðarafurðir verið á undanhaldi í baráttunni við innfluttar vörur.   
 
Erna Bjarnadóttir.
Sýklalyfjanotkun í Svíþjóð er með því lægsta sem þekkist innan Evrópu. Sænskir neytendur eiga því greitt aðgengi að heilnæmum vörum sem framleiddar eru með velferð búfjár í fyrrirúmi. Auðvelt er að finna efni sem sýnir fram á þetta t.d. á  http://www.svensktkott.se.
 
En hver er svo reyndin þegar til kastanna kemur, hefur sænskur landbúnaður haldið markaðs­hlutdeild sinni eða jafnvel aukið hana í ljósi þessarar góðu stöðu? Meðfylgjandi graf sýnir þróun markaðshlutdeildar sænskra búfjár­afurða frá því landið varð aðili að ESB og þar með allir tollar felldir niður gagnvart öðrum löndum á innri markaði ESB.
 
 
Eins og sjá má hefur markaðs­hlutdeild allra búfjárafurða minnkað. Örlítill viðsnúningur hefur náðst seinustu 2–3 ár, eitthvað sem eins má skýra með veikri sænskri krónu fremur en að viðspyrna hafi náðst í markaðsmálum. Það er því von að sú spurning vakni hvort íslenskur landbúnaður sé á leið inn á sænsku brautarteinana með hratt rýrnandi tollvernd og dómi Hæstaréttar frá 11. október sem sleit eitt síðasta hálmstráið í baráttunni gegn innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti. 
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...