Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samdráttur í kjötsölu nam 9,1% í sumar og 4% að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil
Mynd / HKr.
Fréttir 5. nóvember 2020

Samdráttur í kjötsölu nam 9,1% í sumar og 4% að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Miklar sveiflur voru í sölu á kjöti frá afurðastöðvum í september og nam samdrátturinn þá að meðaltali 5,7%. Á fjórum mánuðum, þ.e. frá júníbyrjun til septemberloka, nam samdrátturinn 9,1% og 4% á tólf mánaða tímabili. Virðist sem COVID19 faraldurinn sé að hafa þarna áhrif. 

Samkvæmt tölum frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu, sem hefur nú umsjón með slíkri gagnasöfnun sem áður var í höndum MAST, nam heildarkjötsalan frá afurðastöðvum í september rúmum 2.489 tonnum. Var þá 3,5% samdráttur í sölu á alifuglakjöti og 25,8% samdráttur í sölu á kindakjöti. Hafa ber í huga að þótt samdrátturinn í kindakjötsölunni hafi verið hlutfallslega mikill í september samsvarar hann ekki nema ríflega 156 tonnum af um 6.600 tonna árssölu. Í öðrum kjöttegundum var aukning í sölu frá afurðastöðvum sem nam 14,7% í hrossakjöti, 9,4% í svínakjöti og 8,7% í nautgripakjöti. 

Samdráttur í allri kjötsölu á 12 mánaða tímabili

Þegar litið er til 12 mánaða tímabils var 4% meðaltalssamdráttur í sölu á öllum kjöttegundum, en heildarsalan þessa 12 mánuði var tæp 27.827 tonn. Mestur var samdrátturinn í sölu á alifuglakjöti, eða um 6,3% og um 5,6% í sölu á kindakjöti. Þá var 1,8% samdráttur í sölu á nautgripakjöti, 1% samdráttur í sölu á hrossakjöti og 1% samdráttur í sölu á svínakjöti. 

Minni kjötsala í COVID19 og hruni í komu ferðamanna

Ef horft er til sumartímans, þ.e. júní, júlí, ágúst og september, sést að samdráttur í hlutfallslegri sölu frá afurðastöðvum var þá mun meiri en að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Var samdrátturinn þannig í september 4% og 9,1% á síðasta ársfjórðungi. Virðist þetta vera í samræmi við þá þróun sem hefur verið í Evrópu í COVID19 faraldrinum. Þar var greinilegur samdráttur í sölu á ýmsum matvörum vegna lokunar veitingastaða. Líklegt má telja að á Íslandi spili auk þess stórt hlutverk í sölusamdrætti á kjöti, hrun í komu ferðamanna til landsins. Nýjustu fréttir frá Noregi herma að vegna lokunar veitingastaða í Evrópu hafi líka orðið samdráttur í sölu á eldislaxi með tilheyrandi verðfalli á afurðum.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...