Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samband garðyrkjubænda, ASÍ, fræðimenn og 9 fyrrum ráðherrar vara við orkupakka 3
Fréttir 6. maí 2019

Samband garðyrkjubænda, ASÍ, fræðimenn og 9 fyrrum ráðherrar vara við orkupakka 3

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samband garðyrjubænda (SG) sendi nefndarsviði Alþingis umsögn vegna þriðja orku­pakkans. Í umsögninni er áréttuð hörð andstaða við samþykkt orkupakkans sem ítrekað hefur reyndar komið fram í viðtölum við formann SG á undanförnum mánuðum.

Í umsögn SG segir m.a.: Samband garðyrkjubænda leggst gegn því að framangreind tillaga til þingsályktunar verði samþykkt og leggur áherslu á eftirfarandi:

Ekki skal ganga til frekari innleiðingar á tilskipunum í orkumálum meðan ekki liggur fyrir óyggjandi og staðfest túlkun á því að Íslendingar fari með fullt forræði yfir raforkumálum hérlendis.
Nauðsynlegt er að meta hver áhrif af innleiðingu framangreindra breytinga hefði á Íslandi.

Umræða síðustu mánaða hefur leitt í ljós að mikill ágreiningur er uppi um möguleg áhrif og túlkun á því hver raunverulega fari með forræði orkumála hérlendis á öllum stigum.

Að ekki verði gengið til þess að tengja Ísland við raforkukerfi annarra landa og að stuðningur við ákveðnar framleiðslugreinar t.d. í formi raforkuniðurgreiðslna til garðyrkju verði áfram heimill samkvæmt lögum.

Ekki skal flytja orku út um sæstreng, sem um hverja aðra hrávöru væri að ræða, líkt og gert er ráð fyrir í áformum sem birtast m.a. á vefsíðu Landsvirkjunar.

Innlenda orku skal nota til innlendrar framleiðslu og styrkja þannig samkeppnisstöðu innlendra vara og þjónustu. Mikilvægt er að sá virðisauki sem felst í úrvinnslu afurða og nýtingu orkunnar verði eftir hérlendis.

Íslensk garðyrkja þarf að búa við hagfellda innviði og raforkuverð til ylræktar er þegar of hátt. Hækkun á raforkuverði hefði alvarlegar afleiðingar fyrir greinina.

Þá skorar Samband garðyrkju­bænda á íslensk stjórnvöld að láta þegar af áformum og breytingum á íslenskum lögum sem greiða fyrir þeim hugmyndum sem uppi eru um lagningu sæstrengs milli Íslands og annarra landa og flutningi orku um hann.

„Enginn þarf að velkjast í vafa um að lagning sæstrengs er raunveruleg fyrirætlan og nægir þar að benda á upplýsingar á vefsíðu Landsvirkjunar“, segir meðal annars í umsögninni.
Alþýðusamband Íslands gegn orkupakka 3

Alþýðusamband Íslands hefur einnig sent umsögn til Alþingis vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann. Drífa Snædal, forseti sambandsins, skrifar undir umsögnina og bendir hún á að málið hafi verið afar umdeilt meðal þjóðarinnar og kjörinna fulltrúa og verði ekki slitið úr samhengi við umræðuna um hvaða grunnstoðir eigi að vera í samfélagslegri eigu og undanskildar markaðslögmálunum.

„Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks. Það er forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu lífsgæða að eignarhald á  auðlindum sé í samfélagslegri eigu og að við njótum öll arðs af nýtingu auðlindanna og getum ráðstafað okkar orku sjálf til uppbyggingar atvinnu hér á landi“, segir í umsögn Alþýðusambandsins.

Áður höfðu verkalýðsforingjar lýst andstöðu við áform um innleiðingu orkupakka 3. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði m.a.:

„Hin ofsafengnu viðbrögð þekktra hagsmunaafla við réttmætum spurningum og gagnrýni gefa svo sannarlega tilefni til að staldra við. [...] Það er mikið undir fyrir félagsmenn okkar og fyrirtækin. Hærri orka þýðir hærra vöruverð og lægri kaupmátt og lakari samkeppnishæfni. Hærra orkuverð dregur úr möguleikum okkar til meiri sjálfbærni.“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, sagði: „Ég er sannfærður um að þessir orkupakkar eru vegvísar að því að við sem þjóð missum hægt og bítandi yfirráðarétt okkar yfir okkar mikilvægustu auðlind sem eru orkuauðlindirnar.“

Bakarar, fyrrum ráðherrar og fjöldi fræðimanna leggjast gegn orkupakkaáformum

Landssamband bakarameistara leggst einnig gegn innleiðingu orkupakka 3. Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakara­meistara, telur að innleiðing þriðja orkupakkans muni leiða til hækkunar á raforkuverði og veikja þar af leiðandi samkeppnisstöðu bakaría sem og íslensks iðnaðar.
Þá hafa níu fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórnum Íslands lýst andstöðu sinni við þessa innleiðingu, Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson, Hjörleifur Guttormsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Bjarnason, Páll Pétursson, Sighvatur Björgvinsson, Tómas Ingi Olrich og Ögmundur Jónasson. Einnig  fjöldi sérfræðinga, tæknimanna og vísindamanna á ýmsum sviðum, eins og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sveitarfélagið Skagafjörður, sem og lögfræði- og sérfræði­álit úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend, vara einnig við þessari innleiðingu.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f