Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
SAM: Verð á tollkvótum fyrir osta hefur lækkað
Fréttir 28. janúar 2021

SAM: Verð á tollkvótum fyrir osta hefur lækkað

Höfundur: smh

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fréttaflutningur um hækkandi verð á tollkvótum frá Evrópusambandinu eigi ekki við um osta. Í nýlegu útboði hafi verð á tollkvóta fyrir ost lækkað og reyndar hafi verð á slíkum kvótum á síðustu misserum lækkað jafnt og þétt.

Þar segir að verð á tollkvótum fyrir osta í útboðinu sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti niðurstöður úr þann 26. janúar hafi lækkað, úr 680 krónur á kílóið á tímabilinu júlí til desember 2020 í 642 krónur á kílóið nú í janúar.

Nauðsynlegt er að hafa í huga að verð á tollkvóta ræðst af mörgum þáttum, ekki einvörðungu fyrirkomulagi á útboði tollkvóta. Þar má nefna verð frá birgjum erlendis, verð á markaði hér á landi, gildandi tollur á innflutningi, eftirspurn o.s.frv.

Fréttaflutningur um hækkandi verð á tollkvótum á því ekki við um verð á tollkvótum fyrir ost,“ segir í tilkynningunni.

Með tilkynningunni fylgir súlurit sem sýnir hvernig þróun á verðlagi fyrir tollkvóta á osti hefur þróast frá 2018.

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...