Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
SAM: Verð á tollkvótum fyrir osta hefur lækkað
Fréttir 28. janúar 2021

SAM: Verð á tollkvótum fyrir osta hefur lækkað

Höfundur: smh

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fréttaflutningur um hækkandi verð á tollkvótum frá Evrópusambandinu eigi ekki við um osta. Í nýlegu útboði hafi verð á tollkvóta fyrir ost lækkað og reyndar hafi verð á slíkum kvótum á síðustu misserum lækkað jafnt og þétt.

Þar segir að verð á tollkvótum fyrir osta í útboðinu sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti niðurstöður úr þann 26. janúar hafi lækkað, úr 680 krónur á kílóið á tímabilinu júlí til desember 2020 í 642 krónur á kílóið nú í janúar.

Nauðsynlegt er að hafa í huga að verð á tollkvóta ræðst af mörgum þáttum, ekki einvörðungu fyrirkomulagi á útboði tollkvóta. Þar má nefna verð frá birgjum erlendis, verð á markaði hér á landi, gildandi tollur á innflutningi, eftirspurn o.s.frv.

Fréttaflutningur um hækkandi verð á tollkvótum á því ekki við um verð á tollkvótum fyrir ost,“ segir í tilkynningunni.

Með tilkynningunni fylgir súlurit sem sýnir hvernig þróun á verðlagi fyrir tollkvóta á osti hefur þróast frá 2018.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...