Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sala og dreifing á unnum afurðum villtra fugla
Fréttir 28. desember 2021

Sala og dreifing á unnum afurðum villtra fugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vegna ábendinga til Matvælastofnunar um sölu og dreifingu á unnum afurðum frá villtum fuglum, er rétt að benda á að ekki má selja afurðir gæsa, anda eða annarra villtra fugla, né dreifa þeim, nema með leyfi Matvælastofnunar eða viðkomandi Heilbrigðiseftirlitssvæðis. 

Auglýsing á Facebook getur talist til sölu eða dreifingar. Stofnuninni er skylt og mun fylgja eftir auglýsingum um sölu og dreifingu á þessum afurðum.

Undantekning er þegar veiðimaður afhendir heilan fugl, óreyttan, til neytenda, markaða eða veitingastaða. Sérhver meðhöndlun á gæs telst sem vinnsla og er leyfiskyld ef selja eða dreifa á afurðunum.  Þetta á t.d. við um pakkaðar gæsa- og andabringur, kryddaðar og ókryddaðar, um pate og kæfu frá þessum fuglum og um grafnar afurðir þeirra.

Þegar neytt er villibráðar sem hefur verið skotin þarf ávallt að hafa í huga að hætta er á að leifar af skotfærum getur leynst í kjötinu og að blýmengun getur verið til staðar en blý er þungmálmur sem ber að varast.

Skylt efni: Villibráð fuglar

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...