Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sala á drykkjarmjólk dregst saman
Fréttir 12. ágúst 2022

Sala á drykkjarmjólk dregst saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sala á mjólkurvörum síðustu sex mánuði er yfir áætlunum. Sala á Smjöri og Smjörva helst nokkurn veginn óbreytt miðað við sama tímabil í fyrra en sala á osti hefur aukist um 2,6%.

Samkvæmt því sem segir í Mjólkurpóstinum, fréttabréfi Mjólkursamsölunnar, heldur sala á drykkjarmjólk áfram að gefa eftir en sala á bragðbættri mjólk eins og Kókómjólk, Hleðslu og Næringu eykst um 4,9% frá sama tíma í fyrra. Sala á skyri, jógúrt og rjómavörum dregst saman um 1,5%. Mjólkursamsalan gerði ráð fyrir 14.595 milljóna sölu, en sala var yfir áætlun og fór í 14.777 milljónir króna eða 183 milljónir yfir tekjuáætlun tímabilsins.

Ferðamenn auka sölu. Í kjölfar afléttinga vegna Covid-19 hefur sala á hótelum, veitingastöðum og kaffihúsum aukist og hefur það skilað sér til Mjólkursamsölunnar í auknum viðskiptum.

Í Mjólkurpóstinum segir að hjá MS hafi orðið vart við neyslubreytingar sem koma meðal annars fram í aukinni neyslu á nýmjólk en samdrætti í fituminni mjólk og bragðbættar drykkjarvörur hafa verið í sókn undanfarið.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...