Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Rebekka Kristjánsdóttir sölustjóri og Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex, með nýju íslensku ullarsængina.
Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Rebekka Kristjánsdóttir sölustjóri og Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex, með nýju íslensku ullarsængina.
Fréttir 23. desember 2019

Sængur úr einstakri íslenskri ull

Lopidraumur er ný vörulína hjá Ístex sem inniheldur hágæða sængur úr 100 prósent íslenskri ull sem keypt er beint af íslenskum bændum. Sængurnar eru umhverfisvænar og sjálfbærar en ullin er þvegin í ullarþvottastöð fyrirtækisins á Blönduósi.  
 
„Ístex hefur verið í þróunarvinnu síðustu mánuði með íslenskar ullarsængur og verkefnið hefur gengið vonum framar. Það voru margir sem komu að verkefninu bæði hérlendis og erlendis. Það tók tíma að finna réttu þykktina fyrir sængurnar, þess má geta að við bjóðum upp á tvenns konar þykktir, annars vegar heilsárssængina Emblu og hins vegar vetrarsængina Iðunni. Þannig að fólk getur valið sæng eftir því hversu heitfengt það er,“ útskýrir  Sigríður Jóna Hannesdóttir, verkefnastjóri hjá Ístex. 
 
 
Fengið frábærar viðtökur
 
Í sængurnar er notuð íslensk hágæða­ull sem er náttúruleg og með einstaka eiginleika, hún er létt, hlý, andar vel og er vistvæn.
 
„Ullin býr yfir þeim eiginleika að hún er temprandi þannig að manni ætti ekki að vera of heitt eða kalt undir sænginni. Við notum sérstaka aðferð til að meðhöndla ullina fyrir sængurnar svo að sængin þófni ekki, sem þýðir að hún hleypur ekki til. Þess má geta að hún má fara í þvott á ullarstillingu og þurrkara á vægan hita. Sængurnar hafa hlotið OEKO-Tex stimpilinn. Sængurnar hafa fengið frábærar viðtökur og við höfum varla undan að afgreiða þær,“ segir Sigríður Jóna og bætir við:
 
„Íslenska ullin hefur þróast í 1100 ár í köldu, norðlægu loftslagi og býr yfir einstakri samsetningu innri og ytri þráða. Þelið er fíngert, mjúkt og verndar féð gegn kulda. Togið er lengra og vex út úr reyfinu, það er harðgert og glansandi og veitir vörn gegn vatni og vindum. Ull íslensku sauðkindarinnar er einstök og engin sambærileg ull er til í heiminum. Hægt er að sjá nánar um og nálgast sængurnar á heimasíðunni okkar www.lopidraumur.is.“ 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...