Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rúmlega 11.341 ærgildi verður að óbreyttu fellt niður um áramót
Fréttir 4. nóvember 2019

Rúmlega 11.341 ærgildi verður að óbreyttu fellt niður um áramót

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Búnaðarstofa Mast er nú að benda sauðfjárbændum á að um næstu áramót verður óvirkt greiðslumark bænda fellt niður. 
 
Þann 1. janúar 2020 kemur í fyrsta skipti til framkvæmda ákvæði 2. mgr. 10. gr. í reglugerð 1262/2018 með stoð í 38. gr. búvörulaga nr. 99/1993 um að greiðslumark sem er óvirkt í þrjú ár samfellt frá 1. janúar 2017 skuli fellt úr gildi. Sjá auglýsingu Búnaðarstofu MAST í Bændablaðinu í dag á bls. 41.
 
Samkvæmt upplýsingum Búnaðar­stofu MAST er um að ræða 11.341,3 ærgildi á 383 lögbýlum, sem hafa verið óvirk í 3 ár samfellt frá 1.1.2017.
 
Verðmæti þessa greiðslumarks er um 200 milljónir króna ef allt verður innleyst á innlausnarmarkaði ársins.
 
Búnaðarstofa mun senda bréf á næstu dögum til allra sem eru rétthafar þessa óvirka greiðslumarks skv. upplýsingum í greiðslukerfi landbúnaðarins, AFURÐ.
 
Að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu, verður haldinn innlausnardagur í lok nóvember eða byrjun desember nk. í samræmi við samkomulag bænda og ríkis um endurskoðun sauðfjársamnings, sem samþykktur var fyrr á árinu. Þá geta allir rétthafar greiðslumarks óskað eftir innlausn greiðslumarks á núvirtu innlausnarvirði sem svarar til beingreiðslum þriggja ára. Nánari útfærsla mun koma fram í reglugerð ráðherra, sem beðið er eftir. 

Skylt efni: ærgildi

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f