Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Bændahöllin, Hótel Saga við Hagatorg í Reykjavík.
Bændahöllin, Hótel Saga við Hagatorg í Reykjavík.
Mynd / HKr.
Fréttir 22. desember 2021

Ríkið og Félagsstofnun stúdenta kaupa Hótel Sögu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samningur hefur verið undirritaður um kaup Ríkissjóðs Íslands og Félagsstofnunar stúdenta á fasteign Bændahallarinnar ehf. við Hagatorg í Reykjavík sem hýst hefur Hótel Sögu síðan 1962. Þar með lýkur formlega nærri sex áratuga hótelrekstri í þessari sögufrægu byggingu. Kaupverð og efni samnings er ekki gefið upp að svo stöddu.

Í sameiginlegri tilkynningu Bændasamtaka Íslands, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Félagsstofnunar stúdenta sem gefin hefur verið út um þennan gjörning segir:

„Undirritaður hefur verið samningur um kaup ríkisins og Félagsstofnunar stúdenta á fasteign Bændahallarinnar ehf. við Hagatorg í Reykjavík, en það félag er í eigu Bændasamtaka Íslands.

Í Bændahöllinni fór starfsemi Hótel Sögu fram um áratuga skeið.  Hótelinu var hins vegar endanlega lokað í nóvember 2020.  Hafa samningaviðræður um sölu á fasteigninni staðið lengi yfir.

Með kaupum ríkissjóðs og Félagsstofnunar stúdenta mun hlutverk þessa sögufræga húss nú breytast.

Í stað hótelstarfsemi verður hluti þess nú nýttur undir starfsemi Háskóla Íslands en auk þess mun Félagsstofnun stúdent nýta húsið undir stúdentaíbúðir.

Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en heimild til kaupanna var staðfest með samþykkt fjáraukalaga í gærkvöld.

Afhending hússins mun fara fram á næstu vikum og mánuðum.“

Frá undirritun samninga í fjármálaráðuneytinu Arnarhváli. Talið frá vinstri; Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands, Guðmundur Árnason, fulltrúi fjármálaráðuneytisins. Mynd / VH

Formlegt viðræðuferli um sölu Hótel Sögu hófst í mars

Á Búnaðarþingi í mars 2021 var stjórn Bændasamtakanna veitt ný heimild til að ræða við áhugasama kaupendur og undirbúa sölu á Hótel Sögu. Um 20 erlendir og innlendir aðilar höfðu þá sýnt áhuga á kaupum á byggingunni.  Sumir hugðust kaupa eignina fyrir hótelrekstur og áhugi var einnig á opinberum rekstri í húsinu fyrir starfsemi Háskóla Íslands og um reksturs hjúkrunarheimilis.

Viðræður í mars um að ríkið keypti bygginguna fyrir starfsemi Háskóla Íslands skiluðu ekki árangri en á haustdögum voru viðræður teknar upp að nýju. Var það í kjölfar þess að fjármálaráðherra lagði til í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í síðasta mánuði að hann fengi heimild til að skoða kaup á Hótel Sögu. Áætlað heildarumfang vegna kaupa á fasteignum var þá sagt um 5 milljarðar króna.

Einkaviðræður um mögulega sölu í júní

Frá búnaðarþinginu í mars hafa Bændasamtökin staðið í viðræðum við ýmsa aðila um hugsanleg kaup þeirra á Hótel Sögu. Þann 24. júní var greint frá því í Bændablaðinu að stjórn Bændahallarinnar ehf., félags í eigu Bændasamtaka Ís­lands, hefði samþykkt að hefja einka­­­­viðræður við hóp fjárfesta um sölu á fasteign sinni, Bænda­höllinni við Hagatorg 1 í Reykjavík, sem hýst hefur Hótel Sögu síðan 1962. Þar var um að ræða hóp fjárfesta, sem tengdist meðal annars Hótel Óðinsvéum.  Hugmyndir hópsins gengu út á að reka áfram hótel í eigninni. Þessi áform gengu ekki eftir, en unnið var í kapp við tímann þar sem fyr­ir­tækið var í greiðslu­skjóli sem renna átti út 7. júlí. Það var því ljóst að framhald söluáforma réðust af afstöðu Ari­on banka sem stærsta kröfu­hafa í hótelbygginguna.

Rætt við fleiri áhugasama um kaup á hótelbyggingunni

Í framhaldinu voru viðræður við fleiri aðila. Að því er fram kom í fréttum í október var einkum rætt við þrjá aðila, einn í heil­brigðisþjón­ustu og tvo í hót­el- og ferðaþjón­ustu. Þær viðræður skiluðu ekki árangri og var þá aftur tekið til við viðræður við ríkisvaldið vegna mögulegra kaupa þess á hótelinu fyrir háskóla Íslands. Þær viðræður skiluðu sér svo eins og áður segir í samningi sem undirritaður var um kl. 15 í dag 20. desember.  

Áform um sölu allt frá 2014

Áform um að selja Hótel Sögu eru ekki ný af nálinni og oft hafa bændur tekist á um slíkar hug­myndir. Alvara komst í þau mál í kjölfar rekstrarvanda sem fram kom í ársreikningi 2012. Var tilkynnt um það 19. nóvember 2014 að Hótel Saga væri til sölu. Sagt var að mikill áhugi fjárfesta væri á að kaupa þetta sögufræga hótel við Hagatorg. Frestur var til 16. janúar 2015 til að leggja fram skuldbindandi tilboð. Bárust fjögur tilboð, en ekkert þeirra þótti nógu hagstætt. Var því hætt við söluna og taldi stjórnin hagstæðara að halda áfram rekstri hótelsins og ráðast í endurbætur á byggingunni.

Kostnaðarsamar endurbætur og COVID

Í kjölfar kostnaðarsamra endur­bóta á hótelbyggingunni skall á heimsfaraldur vegna COVID-19. Leiddi það ásamt uppsöfnuðum rekstrarvanda til þess að Hótel Saga var sett í greiðslustöðvun og hótelrekstri lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóvember 2020. Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fermetra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands. 

Merkileg Saga

Hótel Saga á merka sögu í hótelrekstri og menningarlífi Íslendinga. Fyrsta skóflustunga að byggingu Hótel Sögu var tekin í júlí 1956, en hótelið var tekin í notkun 1962. Byggingu fyrri áfanga lauk þó ekki fyrr en 1965. Á áttunda áratug síðustu aldar var ákveðið að byggja sjö hæða byggingu við Bændahöllina að norðanverðu. Framkvæmdir við verkið hófust árið 1982 og lauk 1985.

Hefur Hótel Saga verið vettvangur fjölmargra stórviðburða og jafnt erlendra og innlendra listamanna sem og stjórnmálamanna og þjóðar­leiðtoga í gegnum áratugina. Þá gistu þar meðal annarra fyrstu tunglfarar heimsbyggðarinnar þegar þeir stunduðu æfingar fyrir flug Appolo eldflauga NASA til tunglsins. Í þeim hópi voru Neil Armstrong og Buzz Aldrin, sem stigu fyrstir manna á yfirborð tunglsins þann 20. ágúst 1969, eins og lesa má um í nýútkomnu jólablaði Bændablaðsins.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...