Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kýr úti á túni í Berjanesi.
Kýr úti á túni í Berjanesi.
Mynd / HKr.
Fréttir 1. nóvember 2016

Ríflega helmingur allra mjólkurkúa eru á býlum með fleiri en 50 kýr

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stór hluti mjólkurframleiðslu hér á landi fer fram á Suðurlandi, en alls voru framleiddir þar tæplega 56 milljónir lítrar af mjólk á liðnu ári. 
 
Næstmest er framleiðslan á Norðurlandi eystra, tæplega 37 milljónir lítra. Þá kemur Norðurland  vestra með 22,3 milljónir lítra, á Vesturlandi voru framleiddir tæplega 18 milljónir lítra af mjólk á síðastliðnu ári. 
 
Um 14 milljónir lítra voru framleiddir á öðrum svæðum. Heildarmjólkurframleiðslan árið 2015 nam um 146 milljónum lítra.
 
Byggðastofnun hefur tekið saman skýrslu þar sem nautgriparækt á Íslandi er kortlögð á sama hátt og gert var í samantekt á fjölda og dreifingu sauðfjár á Íslandi, en sú skýrsla kom út í júní í sumar. 
 
Gögn um fjölda nautgripa miðast við haustskýrslur bænda í lok árs 2015. Fjöldi nautgripa er samtala fjölda mjólkurkúa, holdakúa til undaneldis, kelfdra kvíga, geldneyta eldri en eins árs, kvígukálfa yngri en eins árs og nautkálfa yngri en eins árs.
 
853 bú með nautgripi
 
Fram kemur í samantektinni að alls voru 853 bú  með nautgripi á liðnu ári, þar af voru 846 bú á lögbýlum samkvæmt lögbýlaskrá Þjóðskrár. Flest voru búin á Suðurlandi, 320 alls, 182 voru á Norðurlandi eystra, 151 á Norðurlandi vestra, 118 á Vesturlandi og þá voru 82 bú með nautgripi á Austurlandi, Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu. Engir nautgripir voru í sveitarfélögum á Suðurnesjum.  
 
Af þeim 853 búum þar sem voru nautgripir árið 2015 voru 665 þeirra með mjólkurkýr. Flest á Suðurlandi, alls 247. Á Norðurlandi eystra voru bú með mjólkurkýr 153 í allt, 107 á Norðurlandi vestra og 99 á Vesturlandi. Í öðru landshlutum voru 59 bú með mjólkurkýr.
 
Stærsta nautgripabúið með 641 grip
 
Nautgripir reyndust í allt vera 78.776 talsins og dreifast þannig að 38% nautgripa eru á búum þar sem eru 150 nautgripir eða fleiri og 32% á búum þar sem búið er með 101 og upp í 150 gripi.
 
Fram kemur einnig í samantektinni að flestir nautgripir á einu búi reyndust vera 641 í allt, næst kom bú með 552 nautgripi, en alls voru fjögur bú með á milli 400 til 500 nautgripi. Samtals voru 6.028 nautgripir á þeim fimmtán búum sem flesta gripi héldu, eða 7,7% af heildarstofninum.  
 
Stærsta búið með 240 mjólkýr
 
Mjólkurkýr í landinu á liðnu ári voru alls 27.441 og voru tæplega 5.500 þeirra á búum þar sem voru 75 eða fleiri mjólkurkýr, eða um 20% af heildarfjöldanum. 
 
Á ríflega 30% búanna voru frá 51 og upp í 75 mjólkurkýr, þannig að ríflega helmingur allra mjólkurkúa eru á býlum sem voru með fleiri en 50 kýr. 
 
Á því búi þar sem mjólkurkýr reyndust flestar voru þær 240 talsins og voru samtals á því búi 552 nautgripir í allt. Á fimmtán stærstu búum landsins voru ríflega 2.100 mjólkurkýr sem gerir 7,7%. 
 
Ef býlum með nautgripi er skipt niður eftir því hvort þau eru með mjólkurkýr eða ekki kemur í ljós að 88% allra nautgripa á landinu er á búum sem eru með mjólkurkýr en aðeins 12% á búum án mjólkurkúa. 
Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...