Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Trausti og Tryggvi, undan Trú frá Sveinsstöðum - sem var fyrsta núlifandi kind sem fannst með T137 - og sæðingahrútnum Dal 17-870. Þeir eru ekki einungis með T137, heldur einnig með lítið næmu arfgerðina AHQ. Fósturmóðirinn sem er einnig með á myndinni heitir Freyja
Trausti og Tryggvi, undan Trú frá Sveinsstöðum - sem var fyrsta núlifandi kind sem fannst með T137 - og sæðingahrútnum Dal 17-870. Þeir eru ekki einungis með T137, heldur einnig með lítið næmu arfgerðina AHQ. Fósturmóðirinn sem er einnig með á myndinni heitir Freyja
Mynd / Karólína Elísabetardóttir.
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé, eða T137-arfgerð sem talin er verndandi. Ljóst er að mörkuð hefur verið sú stefna meðal þeirra sem stýra ræktunarstarfi sauðfjár á Íslandi að rækta upp riðuþolinn sauðfjárstofn, hratt og vel.

Fundurinn á arfgerðunum er afrakstur nokkurra verkefna sem voru sett af stað í kjölfar mikils niðurskurðar í Húna- og Skagahólfi og Tröllaskagahólfi árið 2020, þegar samtals nærri 2.600 fjár var skorið niður. Hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins voru jafnvel uppi hugmyndir um að sækja ARR-erfðaefni út fyrir landsteinana til að nota við ræktun á íslenskum stofni sem væri riðuþolinn. Fyrst yrði hins vegar að leita af sér allan grun hér á landi.

Niðurskurður hefur hingað til verið eina úrræðið til að hefta útbreiðslu riðusmita hér á landi – sem valdið hefur sauðfjárbændum ómældu tjóni og íslensku samfélagi; bæði fjárhagslegu og tilfinningalegu. Frá því að farið var að beita niðurskurði gegn riðu hafa ríflega 620 bæir þurft að fara í gegnum þann hreinsunareld.

Á undanþágu frá reglugerðum ESB

Á undanförnum misserum hafa glæðst vonir um að Íslendingar geti farið sömu leiðir og ýmsar aðrar Evrópuþjóðir leitast við – og notað verndandi arfgerðir gegn riðu til að útrýma á endanum þessum skæða sjúkdómi á Íslandi.

Ef upp kemur riðusmit í hjörð, í landi þar sem innleiðing reglugerða Evrópusambandsins um viðbrögð við riðusmiti hefur að fullu átt sér stað, eru gripir með þessa arfgerð verndaðir. Almennt séð tekur Ísland mið af þeim reglum sem gilda í Evrópusambandinu hvað varðar heilahrörnunarsjúkdóma í dýrum. Þar með talin er riðuveiki, en þó ekki þeim hluta reglugerðarinnar sem snýr að viðbrögðum við staðfestum tilfellum um riðuveiki. Fyrir þann hluta hefur Ísland haft undanþágu.

Í kjölfar tilfellanna á Norðurlandi árið 2020 var yfirdýralæknir fenginn til að ráðast í endurskoðun á reglum sem varða viðbrögð við riðuveiki. Búið er að skila drögum til matvælaráðuneytisins sem vinnur að nýjum reglum.

Sjá nánar á bls. 20-21 í nýútkomnu Bændablaði.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...