Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur og framkvæmdastjóri Grænni byggðar.
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur og framkvæmdastjóri Grænni byggðar.
Mynd / TB
Fréttir 30. apríl 2020

Rekja má 30-40% orkunotkunar og útblásturs til byggingariðnaðarins

Höfundur: Ritstjórn

Tölur sýna að rekja má um helming allrar auðlindanýtingar og allt að 30-40% orkunotkunar og útblásturs til byggingariðnaðarins, sem gerir hann að þeim iðnaði sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Þetta kemur fram í viðtali við Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur, orku- og umhverfisverkfræðing og framkvæmdastjóra Grænni byggðar, í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt með Áskeli Þórissyni.

Grænni byggð er vettvangur um sjálfbæra þróun byggðar. Um er að ræða félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarmarkmiðs og starfa sem partur af alþjóðlega tengslanetinu World Green Building Council sem 70 ríki víðsvegar um heim eru partur af. Þórhildur er með doktorspróf í kolefnisjöfnuðum byggingum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og hefur víðtæka reynslu af vinnu við umhverfismál.

Starf Grænni byggðar felst m.a. í því að koma á tengslum á milli félaga, fræðslu og hvatningu. Samtökin verða 10 ára á þessu ári. Tæplega 50 aðilar í byggingariðnaði eru félagar í Grænni byggð. Á félagaskrá má m.a. finna verktaka, verkfræðistofur og opinberar stofnanir.

„Það er mjög mikilvægt fyrir vistvæna framtíð að huga vel að byggingum og vistvænu skipulagi svo við náum markmiðum í samdrætti í losun,” segir Þórhildur og hún kallar eftir “vegvísi” til að auðvelda byggingaiðnaðinum að verða umhverfisvænni.

Á vef Grænni byggðar, www.graennibyggd.is, má finna fjölbreyttar upplýsingar með því að smella hér.

Þátturinn Skeggrætt með Áskeli Þórissyni er aðgengilegur hér í spilaranum undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...