Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hverabakki II er á sama túnfæti á Grafarbakka en þar eru Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir garðyrkjubændur. Hér er Þorleifur við einn af fallegu grænmetisgörðunum en á bænum er m.a. ræktað kínakál, spergilkál, blómkál, sellerí og rófur.
Hverabakki II er á sama túnfæti á Grafarbakka en þar eru Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir garðyrkjubændur. Hér er Þorleifur við einn af fallegu grænmetisgörðunum en á bænum er m.a. ræktað kínakál, spergilkál, blómkál, sellerí og rófur.
Mynd / MHH
Fréttir 6. ágúst 2019

Reiknað með metuppskeru á útiræktuðu grænmeti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Gunnar Þorgeirsson.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að góðum árangri í útirækt grænmetis þessa sumarið, megi fyrst og fremst þakka því að það voraði mjög snemma og vinna við garða gat hafist mun fyrr í ár en undanfarandi ár.
 
„Eins hefur hiti verið mjög góður en reyndar var talsvert kalt á nóttunni í júní, sem aðeins hægði á. Eins hafa næringarefni nýst mun betur í ár en síðastliðin ár. Útlitið er best hjá þeim bændum sem hafa getað vökvað hér sunnanlands, þannig að það sem kemur úr vökvuðum görðum er að streyma á markað þessa dagana,“ segir Gunnar þegar leitað var viðbragða hans við því að útiræktað grænmeti væri nú komið í verslanir mánuði fyrr en sumarið 2018. 
 
Margar hendur vinna létt verk! Lilja, Andri, Elín Esther og Elín á Grafarbakka. 
 
Garðyrkjubændur, sem talað var við, voru hæstánægðir með uppskeruna og hversu snemma var hægt að byrja að taka upp en þeir fyrstu á Flúðum tóku upp í kringum 10. júlí. „Ég held að allir, sem þykir grænmeti gott, séu mjög ánægðir með að fá nýupptekið grænmeti svona snemma, hvort sem er kartöflur, rófur, gulrætur eða kál,“ bætir Gunnar við. Allar helstu tegundir grænmetisins eiga að vera komnar í verslanir, eins og gulrætur, rófur, kínakál, spergilkál, hnúðkál og auðvitað kartöflur. 
 

5 myndir:

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.