Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rauntekjur heimila innan evruríkjanna minnkuðu á síðasta ársfjórðungi 2016
Fréttir 23. maí 2017

Rauntekjur heimila innan evruríkjanna minnkuðu á síðasta ársfjórðungi 2016

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Rauntekjur heimila innan evruríkjanna í ESB drógust saman um 0,2% á síðasta ársfjórðungi 2016 samkvæmt tölum Eurostat. Aftur á móti jukust rauntekjur heimila í Evrópusambandsríkjunum þegar löndin sem ekki eru með evru eru tekin með í reikninginn. 
 
Samkvæmt þessum tölum hagstofu Evrópusambandsins sem birtar voru 28. apríl síðastliðinn, þá virðist evran vera orðinn dragbítur á afkomu heimila innan sambandsins. Er þessi niðurstaða í takt við áhyggjur ýmissa sérfræðinga um stöðu myntsamtarfsins um evruna. 
 
Þótt aðeins hafi rofað til eftir hjöðnun í mörg ár, þá er staða efnahagslífsins innan ESB-landanna í heild enn nálægt mörkum stöðnunar í hagvexti. 
 
Á sama tíma hefur hagvöxtur á Íslandi rokið upp í um 7%. Það  gefur aftur á móti vísbendingar um yfirspennu hagkerfisins sem vekur ugg í hugum sumra í ljósi reynslunnar. 
 
 
 
Lítil auking 
 
Erfiðlega hefur gengið hjá evruríkjunum að fá hjól atvinnulífsins til að snúast með ásættanlegum hraða og atvinnuleysi er enn mjög mikið. Hægt hefur miðað við að auka neyslu heimila og jókst hún aðeins um 0,1% á fjórða ársfjórðungi 2015, sem er um 0,3% minni aukning en í ársfjórðungnum þar á undan. Samt er síðasti ársfjórðungur að jafnaði einn neyslumesti fjórðungur ársins, m.a. vegna stórhátíða eins og jóla. 
 
Í þessum tölum hlýtur það að valda áhyggjum að bæði innan evruríkjanna sem og að meðaltali meðal allra ESB-ríkjanna 28 var samdráttur í neyslu á síðasta ársfjórðungi 2016. Það þýðir væntanlega að það hægir á atvinnulífinu. Samt hafi árið 2016 byrjað nokkuð vel með tekju- og neysluaukningu heimila sem slagaði hátt í 1% um tíma.  
 
ESB-lönd utan evrusvæðisins sum hver í skárri málum
 
Staðan í ESB-löndunum sem standa utan evrusamtarfsins hefur reynst aðeins skárri samkvæmt tölum Eurostat. Þar jókst innkoma heimila á síðasta ársfjórðungi 2016 um 0,5%, sem er samt lakari útkoma en þrjá mánuði þar á undan þegar aukningin var 0,8%.
 

Skylt efni: tekjur heimila | esb

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...