Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rauntekjur heimila innan evruríkjanna minnkuðu á síðasta ársfjórðungi 2016
Fréttir 23. maí 2017

Rauntekjur heimila innan evruríkjanna minnkuðu á síðasta ársfjórðungi 2016

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Rauntekjur heimila innan evruríkjanna í ESB drógust saman um 0,2% á síðasta ársfjórðungi 2016 samkvæmt tölum Eurostat. Aftur á móti jukust rauntekjur heimila í Evrópusambandsríkjunum þegar löndin sem ekki eru með evru eru tekin með í reikninginn. 
 
Samkvæmt þessum tölum hagstofu Evrópusambandsins sem birtar voru 28. apríl síðastliðinn, þá virðist evran vera orðinn dragbítur á afkomu heimila innan sambandsins. Er þessi niðurstaða í takt við áhyggjur ýmissa sérfræðinga um stöðu myntsamtarfsins um evruna. 
 
Þótt aðeins hafi rofað til eftir hjöðnun í mörg ár, þá er staða efnahagslífsins innan ESB-landanna í heild enn nálægt mörkum stöðnunar í hagvexti. 
 
Á sama tíma hefur hagvöxtur á Íslandi rokið upp í um 7%. Það  gefur aftur á móti vísbendingar um yfirspennu hagkerfisins sem vekur ugg í hugum sumra í ljósi reynslunnar. 
 
 
 
Lítil auking 
 
Erfiðlega hefur gengið hjá evruríkjunum að fá hjól atvinnulífsins til að snúast með ásættanlegum hraða og atvinnuleysi er enn mjög mikið. Hægt hefur miðað við að auka neyslu heimila og jókst hún aðeins um 0,1% á fjórða ársfjórðungi 2015, sem er um 0,3% minni aukning en í ársfjórðungnum þar á undan. Samt er síðasti ársfjórðungur að jafnaði einn neyslumesti fjórðungur ársins, m.a. vegna stórhátíða eins og jóla. 
 
Í þessum tölum hlýtur það að valda áhyggjum að bæði innan evruríkjanna sem og að meðaltali meðal allra ESB-ríkjanna 28 var samdráttur í neyslu á síðasta ársfjórðungi 2016. Það þýðir væntanlega að það hægir á atvinnulífinu. Samt hafi árið 2016 byrjað nokkuð vel með tekju- og neysluaukningu heimila sem slagaði hátt í 1% um tíma.  
 
ESB-lönd utan evrusvæðisins sum hver í skárri málum
 
Staðan í ESB-löndunum sem standa utan evrusamtarfsins hefur reynst aðeins skárri samkvæmt tölum Eurostat. Þar jókst innkoma heimila á síðasta ársfjórðungi 2016 um 0,5%, sem er samt lakari útkoma en þrjá mánuði þar á undan þegar aukningin var 0,8%.
 

Skylt efni: tekjur heimila | esb

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...