Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þrjár skyggnar konur í Íslandssögunni, Margrét frá Öxnafelli, Lára Ágústsdóttir og Jóhanna Sigurðsson, eru meðal viðfangsefna Dalrúnar.
Þrjár skyggnar konur í Íslandssögunni, Margrét frá Öxnafelli, Lára Ágústsdóttir og Jóhanna Sigurðsson, eru meðal viðfangsefna Dalrúnar.
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenna á uppgangstíma spíritismans á Íslandi.

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir.

Hún leitar nú að viðmælendum sem búa yfir upplýsingum og/eða höfðu kynni af konum sem lögðu stund á miðilsstörf allt frá upphafi 20. aldar og fram yfir miðja öldina.

Færði alþýðukonum aukið vald

„Það er einstaklega fróðlegt að skoða sögu kvenmiðla á þessum uppgangs- og hnignunartíma spíritismans. Þetta tímabil í sögunni er líka áhugavert í kvennasögulegu ljósi, því það einkennist af miklum væringum í íslensku þjóðfélagi vegna málefna kvenna. Heimildir um skyggnar konur á Íslandi sýna að þar fóru sögulegar konur. Í rannsókn minni skoða ég líf, störf og ímyndir þessara margbrotnu kvenna. Hluti af þeirri nálgun felst í því að skoða hvernig spíritisminn færði konum, ekki síst alþýðukonum, ný tækifæri til starfa og jafnvel aukið vald,“ segir Dalrún en hún hefur lagt áherslu á að rannsaka sögu kvenna á Íslandi.

Hún styðst alltaf við viðtalsformið í þeim tilgangi að skrá raddir og reynslu Íslendinga.

Greinir hugverk kvennanna

Dalrún útskrifaðist með doktorspróf í sagnfræði sl. sumar en í doktorsrannsókn sinni fjallaði hún um ráðskonur sem störfuðu á íslenskum sveitaheimilum á síðari hluta 20. aldar.

Í þessari nýju rannsókn beinir hún hins vegar sjónum sínum að félagslegri og menningarlegri stöðu kvenna sem höfðu miðilsstörf að atvinnu frá öndverðri 20. öld til loka sjötta áratugarins.

Í rannsókninni tekur Dalrún einnig til skoðunar sköpunarkraft skyggnra kvenna, þar sem hún greinir hugverk kvennanna sem hún segir að spanni allt frá myndrænum sýnum til tónverka.

Hallar á konur í Íslandssögunni

„Árið 2021 skrifaði ég grein um íslenska kvenmiðla á Hugrás – vefrit Hugvísindasviðs, en sú athugun kveikti áhuga minn á að kafa mun dýpra í sögu kvenna sem titluðu sig sem sjáendur. Saga íslenskra kvenmiðla hefur verið afskipt á vettvangi fræðanna.

Mikilvægt er að gera sögu þessara kvenna góð skil enda einstök kvennasaga, svo ekki sé meira sagt. Í Íslandssögunni hefur hallað mikið á konur vegna þess að saga þeirra var hlutfallslega lítið skráð samanborið við sögu karla. Það er ein af ástæðunum að baki því að ég hef beitt mér fyrir því að taka viðtöl við fólk um líf kvenna í sagnfræðirannsóknum mínum; skrá minningar um konur sem ellegar hefðu fallið í gleymsku.“

Dalrún hefur nú einsett sér að taka viðtöl við aðila sem búa að upplýsingum um og/eða reynslu af miðilsstörfum kvenna á því tímabili sem rannsóknin tekur til (1905-1960). Hún hvetur því fólk sem býr að vitneskju um skyggnar konur til að hafa samband við hana í s. 664-7083 eða gegnum netfangið dalrunsaga@gmail.com

„Sagan er samansett úr ótal minningabrotum og hvert brot skiptir máli ef skapa skal heildarfrásögn – skapa kvennasögu,“ segir dr. Dalrún

Skylt efni: sagnfræði

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...