Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ragnheiður nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 3. janúar 2019

Ragnheiður nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: smh

Nú um áramótin tók Ragnheiður I. Þórarinsdóttir verkfræðingur við stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands og tekur við af Sæmundi Sveinssyni sem gegnt hafði stöðunni frá september 2017.

Ragnheiður lauk meistaranámi í efnaverkfræði árið 1993 frá Danska Tækniháskólanum (DTU), doktorsnámi frá sama skóla sumarið 2000 og meistaranámi í viðskiptafræði MBA frá Háskóla Íslands vorið 2002.

Ragnheiður hefur á undanförnum árum starfað á eigin verkfræðistofu, stýrt nokkrum alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum og stofnað nokkur sprotafyrirtæki. Samhliða öðrum störfum hefur hún verið gestaprófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, kennt ýmis námskeið, leiðbeint nemendum í meistara- og doktorsnámi og starfað í ýmsum matsnefndum á Íslandi og á erlendum vettvangi.

Hún hefur áður starfað meðal annars á Iðntæknistofnun Íslands, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Orkustofnun.

Að sögn Ragnheiðar leggur hún áherslu á að hvetja til nýsköpunar og efla kennslu, rannsóknir og alþjóðlegt samstarf sem sé byggt á sérstöðu Íslands og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...