Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ragnheiður nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 3. janúar 2019

Ragnheiður nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: smh

Nú um áramótin tók Ragnheiður I. Þórarinsdóttir verkfræðingur við stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands og tekur við af Sæmundi Sveinssyni sem gegnt hafði stöðunni frá september 2017.

Ragnheiður lauk meistaranámi í efnaverkfræði árið 1993 frá Danska Tækniháskólanum (DTU), doktorsnámi frá sama skóla sumarið 2000 og meistaranámi í viðskiptafræði MBA frá Háskóla Íslands vorið 2002.

Ragnheiður hefur á undanförnum árum starfað á eigin verkfræðistofu, stýrt nokkrum alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum og stofnað nokkur sprotafyrirtæki. Samhliða öðrum störfum hefur hún verið gestaprófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, kennt ýmis námskeið, leiðbeint nemendum í meistara- og doktorsnámi og starfað í ýmsum matsnefndum á Íslandi og á erlendum vettvangi.

Hún hefur áður starfað meðal annars á Iðntæknistofnun Íslands, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Orkustofnun.

Að sögn Ragnheiðar leggur hún áherslu á að hvetja til nýsköpunar og efla kennslu, rannsóknir og alþjóðlegt samstarf sem sé byggt á sérstöðu Íslands og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.