Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Síðastliðið sumar ræktuðu ábúendurnir í Gautlavík iðnaðarhamp í tilraunaskyni.
Síðastliðið sumar ræktuðu ábúendurnir í Gautlavík iðnaðarhamp í tilraunaskyni.
Fréttir 22. nóvember 2019

Ræktun á iðnaðarhampi ólögleg að mati Lyfjastofnunar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í gær komu þrír lögreglumenn á merktum bíl lögreglunnar frá lögreglustjóranum á Austurlandi að Gautavík í Berufirði. Erindið var að kanna, að tilmælum Lyfjastofnunar, hvor ræktun ólöglegra plantna ætti sér stað á býlinu.

Að sögn ábúenda í Gautavík fór lögreglan um svæðið, utan- og innandyra, með leyfi húsráðanda enda engin húsleitarheimild til staðar. Teknar voru myndir af umfangi hampræktunarinnar í staðnum, afurðum og pappírum, til dæmis leyfisbréfi frá MAST vegna innflutnings á fræjum og tekin sýni. Ekki hafi verið tekin skýrsla af húsráðanda, þar sem þau hafi rétt til að tala við lögfræðing áður en þau fari í skýrslutöku.

Iðnaðarhampur ræktaður í tilraunaskyni
Síðastliðið sumar ræktuðu ábúendurnir í Gautlavík iðnaðarhamp í tilraunaskyni á um einum hektara. Meginmarkmiðið var að vekja athygli á notagildi hampsins, en þau ætla einnig að gera tilraunir með að nota hráefnið til að framleiða trefjaplötur til að skera módelleikföng út úr, í stað MDF sem er harðpressaður pappi og verða þannig sjálfbær um hráefni. Bændablaðið fjallaði um þá ræktun í haust. Sú ræktun gekk ágætlega þrátt fyrir slæmt sumar og voru fræin flutt inn síðastliðið vor með leyfi Matvælastofnunar.

Að sögn ábúendanna fengu þau svokallað MST-númer frá MAST þegar þau höfðu skilað inn vottorðum frá fræframleiðandanum um að fræin væru sótthreinsuð og innihéldu innan við 0,2% magn af THC, ásamt útfylltu eyðublaði sem allir innflytjendur sáðvöru þurfa að fylla út. Þegar fræin hafi komið til landsins hafi þau látið tollinn hafa þá pappíra og tollurinn þá hleypt þeim inn í landið.

Kannabisplantan skilgreind sem fíkniefni

Oddný Anna Björnsdóttir, bóndi í Gautavík sagði í samtali við Bændablaðið, að nýlega hafi komið upp í umræðum á Alþingi að samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni væri öll kannabisplantan skilgreind sem fíkniefni, óháð magni THC í henni, sem er það efni sem veldur vímuáhrifum.

Oddný Anna Björnsdóttir, bóndi í Gautavík.

„Í þeirri umræðu kom fram að því þyrfti að breyta enda væntanlega byggt á misskilningi og að markmið löggjafans hafi ekki verið að koma í veg fyrir notkun iðnaðarhamps, heldur einungis yrkja kannabisplöntunnar sem innihéldi vímugjafann THC í meira magni en snefilmagni.

Þess ber að geta að hinn svokallaði iðnaðarhampur eru ólík afbrigði af kannabisplöntunni sem innihaldi snefilmagn af THC og sé talin umhverfisvænasta planta heims. Hann sé nú ræktaður í stórum stíl í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Úr honum er hægt að framleiða óteljandi vörur eins og matvæli, fæðubótarefni, skepnufóður, textíl, pappír, trefjaplötur, parket, steypu, innra byrði í bíla og flugvélar, niðurbrjótanleg plastefni og vörur úr þeim eins og leikföng. Bæði LEGO og Levi‘s væru um þessar mundir að skipta yfir í hampplast og textíl úr hampi.“

Mat Lyfjastofnunar að allar kannabisplöntur séu ólöglegar

Að sögn Oddnýjar hafi MAST, í kjölfar umræðunnar, sent allar fyrirspurnir tengdar innflutningi á fræjum iðnaðarhampsins til Lyfjastofnunar. Lyfjastofnun svari því nú til að „afstaða hennar sé sú að 1. mgr. 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, með síðari breytingum, sbr. einnig 6. gr. sömu laga, leiði til þeirrar niðurstöðu að allar plöntur af ættkvísl kannabisplantna séu bannaðar hér á landi óháð því magni af virka efninu THC sem plönturnar kunna að framleiða eða gefa af sér“

Oddný segir þetta skjóta skökku við þar sem árið 2012 hafi Lyfjastofnun synjað Aðföngum um innflutning á matvælum úr hampfræjum þar sem þau teldu þau til ávana- og fíkniefna. „Stofnunin skipti svo um skoðun þar sem í ljós hafi komið að vörurnar væru framleiddar úr iðnaðarhampi sem valdi hvorki vímu né hafi ávanabindandi áhrif og að auki væru slíkar vörur viðurkenndar innan ESB og seldar þar og markaðssettar sem heilsuvara. Að auki leyfi Umhverfisstofun innflutning á hreinlætis- og snyrtivörum sem innihaldi afurðir úr fræjum iðnaðarhampsins.“

Pálmi Einarsson, bóndi í Gautavík.

Matvælastofnun leyfði innflutning á fræum
Fram að þeim tíma og í tilfelli bændanna í Gautavík hafi Matvælastofnun hins vegar veitt leyfi til innflutnings á fræjum iðnaðarhampsins sem uppfylli þau skilyrði að hafa í sér innan við 0,2% THC sem er sú skilgreining sem Evrópusambandið notar. Þau hafi sjálf tekið þátt í og vitað af tilraunaræktunum á iðnaðarhampi árin 2008 og 2013 sem hafi verið framkvæmdar með skriflegu leyfi Lyfjastofnunar. 

Oddný segist velta því fyrir sér hvort lögreglan þurfi nú ekki einnig að heimsækja matvöruverslanir sem selji fræ, olíur og prótín úr iðnaðarhampi eins og þau voru að rækta, apótek, heilsuvöruverslanir og aðrar verslanir sem selji hreinlætisvörur og snyrtivörur sem innihaldi hampolíu og fyrirtæki sem selji fatnað, strigapoka, bönd, segl og annað úr hamptrefjum.

Hún bætir því við að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi sagst á fundum með sér sem og á Alþingi og í fjölmiðlum ætla að skoða málið og kalla þá ráðherra að borðinu sem þurfa þykir svo hægt sé að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem séu í íslenskri löggjöf og standi í vegi fyrir framleiðendum og neytendum sem vilji nýta sér þessa einstöku plöntu. Hún segir jafnframt hafa verið tjáð af lögfræðingi í dag að þau hjónin þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að vera kærð, í ljósi þess að þau hafi fengið leyfi frá MAST og þar með haft eðlilegar væntingar um að innflutningur væri löglegur í ljósi leyfisins.

„Við sofum því rólega, en teljum mikilvægt að þessar breytingar verði gerðar sem fyrst svo þeir fjölmörgu sem hafi sýnt því áhuga að fara að rækta og framleiða vörur úr iðnaðarhampi geti gert það strax næsta sumar og fyrr ef um inniræktun sé að ræða.“

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...