Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ræktun á hampi eykst í löndum Evrópusambandsins
Fréttir 6. júní 2016

Ræktun á hampi eykst í löndum Evrópusambandsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýútgefinni skýrslu Iðnaðar­hampssamtaka Evrópu (EIHA) hefur ræktun á iðnaðarhampi aukist mikið síðastliðin fimm ár. Mest er framleiðslan á trefjum, fræjum til framleiðslu á hampolíu og blómum til lyfjagerðar.

Samkvæmt skýrslunni jókst ræktun á iðnaðarhampi mikið á árunum 2011 til 2015 enda hampjurtin til margra hluta nytsamleg. Trefjar sem unnar eru úr stönglum plöntunnar eru notaðar í textíliðnaði, til pappírsgerðar, og til framleiðslu á einangrun í hús og bifreiðar. Úr fræjunum, sem líkjast litlum hnetum, er unnin olía til matargerðar og þau eru seld sem gæludýrafóður. Blómin eru aftur á móti mest notuð til lyfjagerðar.

Ræktun á iðnaðarhampi var leyfð í flestum löndum Evrópusambandsins á árunum 1993 til 1996. Árið 1994 var hampur ræktaður á um 8.000 hekturum innan ESB en ræktunin var komin í 25.000 hektara á síðasta ári og talið að hún muni aukast talsvert á komandi árum.

Stærstu framleiðendur iðnaðar­hamps í Evrópu eru Frakkar og Hollendingar en Rúmenía fylgir þar fast á eftir. Mestur er vöxturinn í framleiðslu á hampfræjum til olíugerðar og blómum fyrir lyfjaiðnaðinn.
Skýrslan sem kallast The European Hemp Industry: Cultivation, processing and applications for fibres, shivs, seeds and flowers var saminn í tengslum við þrettánda alheimsþing ræktenda iðnaðarhamps sem haldið var fyrir skömmu í Köln í Þýskalandi. Um 250 þátttakendur frá 40 löndum sóttu þingið.

Skylt efni: Evrópusambandið | hampur

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...