Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ræktun á hampi eykst í löndum Evrópusambandsins
Fréttir 6. júní 2016

Ræktun á hampi eykst í löndum Evrópusambandsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýútgefinni skýrslu Iðnaðar­hampssamtaka Evrópu (EIHA) hefur ræktun á iðnaðarhampi aukist mikið síðastliðin fimm ár. Mest er framleiðslan á trefjum, fræjum til framleiðslu á hampolíu og blómum til lyfjagerðar.

Samkvæmt skýrslunni jókst ræktun á iðnaðarhampi mikið á árunum 2011 til 2015 enda hampjurtin til margra hluta nytsamleg. Trefjar sem unnar eru úr stönglum plöntunnar eru notaðar í textíliðnaði, til pappírsgerðar, og til framleiðslu á einangrun í hús og bifreiðar. Úr fræjunum, sem líkjast litlum hnetum, er unnin olía til matargerðar og þau eru seld sem gæludýrafóður. Blómin eru aftur á móti mest notuð til lyfjagerðar.

Ræktun á iðnaðarhampi var leyfð í flestum löndum Evrópusambandsins á árunum 1993 til 1996. Árið 1994 var hampur ræktaður á um 8.000 hekturum innan ESB en ræktunin var komin í 25.000 hektara á síðasta ári og talið að hún muni aukast talsvert á komandi árum.

Stærstu framleiðendur iðnaðar­hamps í Evrópu eru Frakkar og Hollendingar en Rúmenía fylgir þar fast á eftir. Mestur er vöxturinn í framleiðslu á hampfræjum til olíugerðar og blómum fyrir lyfjaiðnaðinn.
Skýrslan sem kallast The European Hemp Industry: Cultivation, processing and applications for fibres, shivs, seeds and flowers var saminn í tengslum við þrettánda alheimsþing ræktenda iðnaðarhamps sem haldið var fyrir skömmu í Köln í Þýskalandi. Um 250 þátttakendur frá 40 löndum sóttu þingið.

Skylt efni: Evrópusambandið | hampur

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...