Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ræktarland og mannvirki skemmast vegna landsigs
Fréttir 18. janúar 2016

Ræktarland og mannvirki skemmast vegna landsigs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vatnsskortur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum er orðinn slíkur að sífellt hefur þurft að bora dýpra eftir drykkjarvatni og vatni til að nota til vökvunar og brynningar í landbúnaði. Land á stóru svæði hefur sigið um allt að 5 sentímetra á stóru svæði vegna þurrka.

Gríðarleg vatnsnotkun og langvarandi þurrkar í Kaliforníuríki undanfarin ár og áratugi er farin að segja til sín og víða mikil vandræði við öflun á vatni til drykkjar og í landbúnað. Land á ríflega 3000 hektara svæði hefur sigið ótæpilega á síðustu mánuðum með þeim afleiðingum að vegir og mannvirki hafa rifnað í sundur. Sigið hefur einnig gert ræktarland á stóru svæði ónothæft.

Eldar og uppblástur

Áhrif þurrka undanfarin fjögur ár og óhóflegrar vatnsnotkunar er einnig farið að gæta í auknum fjölda sinuelda, uppblásturs og minni uppskeru á landi sem enn er í ræktun.

Talið er að fjárhagslegt tjón vegna minnkandi uppskeru nemi um tveimur milljörðum bandaríkjadala á þessu ári eða rúmum 266 milljörðum íslenskra króna og að um átta þúsund manns í landbúnaði missi vinnu sína vegna þeirra.

Baráttan um vatnið

Þurrkarnir í Kaliforníu eru að stórum hluta raktir til breytinga á veðurfari í kjölfar hækkandi lofthita á jörðinni. Ræktarland í Kaliforníu er talið með því allra besta í heimi og þar eru framleidd um 40% af öllum ávöxtum, hnetum og grænmeti í Norður-Ameríku. 

Bændur sem vökva akra hafa í kjölfar þurrkanna þurft að bora sífellt dýpra til að komast í vökvunarvatn og það gerir ástandið enn vera og eykur um leið á vatnsskortinn.

Lofa 25% minni vatnsnotkun

Fyrr á þessu ári lögðu yfirvöld í Kaliforníu fram tillögu sem gerir ráð fyrir háum fésektum á þá bændur sem talist hafa borað ólöglega eftir vatn en bændur í ríkinu hafa fram til þessa barist hart til að viðhalda vatnsréttindum sínum. Lög í Kaliforníu gera ráð fyrir að landeigendur eigi einnig vatnið sem finnst neðanjarðar og benda bændurnir á að margir þeirra hafi nýtt vatn á jörðum sínum mann fram af manni.
Fjöldi bænda í Sacramento-dalnum og við San Joaquin-ána hefur nú tekið höndum saman og heitið því að draga úr vatnsnotkun á býlum sínum um 25%. Þrátt fyrir góðan vilja þessara bænda eru þeir þó aðeins lítið brot þeirra sem nota vatn við ræktun sína.

Nestlé vill auka átöppun

Í maí á þessu ári var haft eftir framkvæmdastjóra matvælarisans Nestlé að ekki komi til greina að fyrirtæki dragi úr átöppun sinni á vatni í Kaliforníu þrátt fyrri skortinn og ef eitthvað er þá muni fyrirtækið heldur spýta í hvað það varðar. Áður hefur verið haft eftir stjórnarmanni í sama fyrirtæki að aðgangur að vatni eigi ekki að teljast til mannréttinda og að það sé eins og hver önnur markaðsvara og framboð af því ráðist af eftirspurn.

Svipaða sögu er að segja af eigend­um Walmart-verslunarkeðjunnar sem hafa neitað að draga úr átöppun á vatni í verksmiðju sinni í Kaliforníu vegna þurrkanna.

Málaferli eru í gangi gegn Nestlé í ríkinu þar sem því er haldið fram að fyrirtækið dæli allt að 150 milljónum lítra af vatni ólöglega úr jörðu á hverju ári og tappi á flöskur sem seldar eru um öll Bandaríkin og víðar um heim.

Vatnsskortur víða áhyggjuefni

Skortur á vatni er ekki bara vandamál í Kaliforníu því í mörgum héruðum Indlands er farið að bera á skorti, í Ástralíu og skorturinn er landlægur víða í Afríku. Hvað vatnsskort í Afríku varðar er ástandið verst í Sómalíu um þessar mundir þar sem 240 þúsund manns skortir vatn og milli 35 og 40% búfjár hafa drepist af hans völdum.

Þurrkar í Indónesíu síðastliðið sumar og fram í miðjan síðasta mánuð ollu mestu skógareldum sem vitað er um í landinu.

Aukin og lengri þurrkatímabil víða um heim eru að mestu rakin til hækkandi lofthita í heiminum sem aftur eru rakin til gríðarlegs útblásturs á koltvísýringi að mannavöldum. Eitthvað sem reynt var að ná höndum utan um á loftlagsráðstefnunni í París.

Skylt efni: vatn | vatnsskertur | Kalifornía

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.