Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Garðyrkjuskólinn á Reykjum.
Garðyrkjuskólinn á Reykjum.
Mynd / HKr
Fréttir 13. janúar 2022

Pattstaða garðyrkjumenntunar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverður styr hefur staðið milli atvinnulífs garðyrkjunnar og yfirstjórnar Landbúnaðar- háskóla Íslands um stöðu og umgjörð starfsmenntanáms í garðyrkju við skólann undanfarin ár.

Skömmu fyrir þarsíðustu áramót ákvað þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, að starfsmenntanám í garðyrkju skyldi flutt frá Landbúnaðarháskóla Íslands yfir til Fjölbrautaskóla Suðurlands. Núverandi menntamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, staðfesti skömmu fyrir síðustu áramót að ákvörðun Lilju stæði og að FSu tæki við starfsmenntanáminu 1. ágúst næstkomandi. Um 11 milljónir fengust til FSu í fjárveitingu til yfirfærslunnar.

Garðyrkjuskólinn á Reykjum starfaði sem sjálfstæð menntastofnun í 66 ár, eða frá stofnun hans árið 1939 til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðar- háskóla Íslands.

Vaxandi atvinnuvegur

Mikil aðsókn hefur verið í garðyrkjunám undanfarin ár enda ljóst að garðyrkja er vaxandi atvinnugrein og að möguleikar í ræktun af öllu tagi og ekki síst í matjurtarækt miklir. Í dag stunda um 140 nemendur nám við skólann, bæði í staðar- og fjarnámi.

Samkvæmt heimildum Bænda­blaðsins hefur lítið verið leitað til starfsfólks og kennara við Garðyrkjuskólann vegna yfirfærsl­unnar. Auk þess sem ekkert samráð hefur verið haft við fagfélög garðyrkjunnar vegna þessara breytinga á högum garðyrkj­u­námsins.

Viðræður halda áfram

Sigursveinn Már Sigurðsson, aðstoðarskólameistari FSu, segir að rekstur Garðyrkjuskólans sé þungur og skortur er á fé til verklegu kennsl­unnar. „Næstu skref eru að fá meiri upplýsingar á raunkostnaði starfsnámsins í garðyrkju.“

Húsnæði skólans illa farið

Fjármagn til verkefna og viðhalds húsnæðis Garðyrkjuskólans hefur verið í lágmarki vegna núverandi stöðu og að sögn starfsmanna hefur starfsemin á Reykjum í raun verið í fjársvelti frá því ákvörðun var tekin um að flytja námið annað.

Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla­meistari FSu, sagði í Bændablaðinu á síðasta ári að FSu hafi sett það sem skilyrði vegna yfirtökunnar að Ríkiseignir ábyrgist húsnæði sem verður notað í tengslum við námið. „Við höfum líka sagt skýrt að við viljum ekki taka ábyrgð á lélegu eða ónýtu húsnæði á Reykjum.

Garðyrkjunámið kemur til með að vera áfram að Reykjum en hins vegar er vel hugsanlegt að einhverjir áfangar í bóknámi verði samkeyrðir með öðrum brautum við FSu.“
Húsnæði og lendur eign LbhÍ

Í dag telst húsnæði og lendur sem eign Landbúnaðarháskóla Íslands enda fylgdi það með þegar Garðyrkjuskólinn rann inn í LbhÍ árið 2004. Ekki er búið að ganga frá því hver fer með forræði á Reykjum eftir að garðyrkjunámið fer út úr LbhÍ.

Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Lbhí, segir að eftir yfirfærsluna muni LbhÍ vinna áfram að sínum rannsóknum á sviði garðyrkju og umhverfisvísinda á svæðinu.

Óvissa um framtíð starfsmanna

Guðríður Helgadóttir, starfs­maður á Reykjum, segir að enn sé flest óljóst um framtíð starfs­menntanámsins og kennarar og aðrir starfsmenn óvissir um framtíð sína við skólann. Auk þess sem þessi óvissa komi niður á nemendum skólans hvort sem þeir eru í staðar- eða fjarnámi.

Framtíð starfsmenntanáms óljós

Margt er enn óljóst um framtíð starfsmenntanáms garðyrkjunnar og samningar um staðsetningu námsins ekki í höfn. Staðan og framtíðarhorfur námsins eins og það er í dag er því varla hvetjandi fyrir áhugasamt fólk til að sækja um nám í greininni.

Sjá nánari umfjöllun á blaðsíðu 4 í Bændablaðinu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...