Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Páfagaukastríð
Fréttir 17. október 2019

Páfagaukastríð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Borgaryfirvöld í Madrid á Spáni ætla að fækka páfagaukum í borginni til að draga úr sýkingahættu. Samkvæmt opinberum tölum hefur grænum munka-páfagaukum, Myiopsitta monachus, fjölgað gríðarlega í borginni og annars staðar á Spáni undanfarin ár.

Nýleg talning sýnir að fuglunum hefur fjölgað úr níu í tólf þúsund á síðastliðnum þremur árum en tölur frá 2005 segja að fuglarnir hafi verið um 1700 í og við borgina. Fuglarnir bárust upphaflega til Evrópu sem gæludýr en vegna þess hversu vel þeir hafa aðlagast náttúrunni í nýjum heimkynnum sínum var lagt bann við að ala þá sem gæludýr á Spáni fyrir átta árum. Líftími fuglanna er 20 til 30 ár.

Samkvæmt yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum í Madrid er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að stemma stigu við enn frekari útbreiðslu fuglanna þar sem þeir eru farnir að keppa við aðrar fuglategundir um æti og ekki síst vegna þess að fuglarnir geta verið smitberar og borið með sér fuglaflensu og salmonellu.

Páfagaukarnir eru hópdýr sem byggja sér stór hreiður úr greinum sem þeir rífa af trjám og getur hreiðurgerð þeirra valdið verulegum skemmdum á trjágróðri þar sem margir fuglar koma saman. Fuglarnir nota sama hreiðrið ár eftir ár og bæta við það á hverju ári og hafa stærstu hreiður vegið allt að 200 kílóum og þar sem greinar trjáa sem hreiðrin eru byggð í hafa átt til að gefa sig undan þunga þeirra er slysahætta af þeirra völdum sögð talsverð.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...