Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Það er til mikils að vinna að bæta vetrarþjónustu á Norðurlandi. Áfangastaðir eins og Hvítserkur, Dettifoss og Ásbyrgi eru eftirsóttir meðal erlendra ferðamanna en vetrarsamgöngur að þeim eru óviðunandi.
Það er til mikils að vinna að bæta vetrarþjónustu á Norðurlandi. Áfangastaðir eins og Hvítserkur, Dettifoss og Ásbyrgi eru eftirsóttir meðal erlendra ferðamanna en vetrarsamgöngur að þeim eru óviðunandi.
Mynd / Markaðsstofa Norðurlands
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. Eins og staðan er nú er hún óviðunandi á nokkrum vinsælum ferðamannastöðum á svæðinu. Þar má nefna nýopnaðan Demantshring þar sem nýr og uppbyggður vegur var opnaður frá Dettifossi og að Ásbyrgi í fyrra og einnig Vatnsnesveg að Hvítserk.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands hefur sent frá sér ályktun þar sem vakin er athygli á því hve slæm vetrarþjónusta er hér og hvar um norðanvert landið. „Ástandið er í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda um jafna árstíðasveiflu í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan hefur upplifað mikil áföll undanfarin misseri og ríður á vaðið að ryðja úr vegi hindrunum sem koma í veg fyrir viðspyrnu í greininni, enda eykur góð vetrarþjónusta líkurnar á verðmætasköpun í ferðaþjónustu. Skortur á vetrarþjónustu stofnar öryggi vegfarenda í óþarfa hættu og ætti að vera forgangsmál að bæta þar úr til að tryggja öryggi og upplifun gesta og íbúa,“ segir í ályktuninni.

Í markaðssetningu á áfangastaðnum Norðurlandi skipta samgöngur gríðarlega miklu máli og þá sérstaklega með tilliti til vetrarferðaþjónustu. Áfangastaðir á borð við Hvítserk, Dettifoss og Ásbyrgi eru eftirsóttir hjá erlendum ferðaskrifstofum og ferðamönnum allan ársins hring. MN hefur fundið fyrir þessum mikla áhuga á ferðakaupstefnum erlendis og því er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarþjónustu á Norðurlandi.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands skorar á ríkisvaldið að bæta til muna vetrarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum á svæðinu og horfa þar sérstaklega til nýopnaðs Demantshrings og Vatnsnesvegar að Hvítserk. 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...