Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leiðinda tíðarfar hefur tafið fyrir smalamennsku í Skútustaðahreppi og eru heimtur óvenju lélegar. Nokkrar ferðir hafa verið farnar og alltaf finnst eitthvað fé. Hér koma þeir Daði Lange og Birgir Valdimar Hauksson fjallskilastjóri með fulla kerru af fé heim.
Leiðinda tíðarfar hefur tafið fyrir smalamennsku í Skútustaðahreppi og eru heimtur óvenju lélegar. Nokkrar ferðir hafa verið farnar og alltaf finnst eitthvað fé. Hér koma þeir Daði Lange og Birgir Valdimar Hauksson fjallskilastjóri með fulla kerru af fé heim.
Mynd / Skarphéðinn Reynir Jónsson
Fréttir 24. nóvember 2021

Óvenju slæmar heimtur í rysjóttu tíðarfari

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Þetta hafa verið óvenju slæmar heimtur í haust, en er smám saman að koma. Það vantar eina og eina tvílembu á bæ sem ættu að vera einhvers staðar en hafa ekki fundist enn,“ segir Daði Lange, umhverfisfulltrúi Skútustaðahrepps. Hann telur að rysjótt tíðarfar nú á haustdögum hafi sett strik í reikninginn.

Daði segir að þegar farið var í fyrstu göngur hafi verið heitt og mikill vargur sem gert hafi mönnum erfitt fyrir. Umskipti hafi svo verið í veðri í göngum númer tvö, þá var snjór yfir öllu, þoka og súld. „Það hefur verið mikil ótíð í haust og má sennilega skrifa þessar frekar lélegu heimtur á hana meðal annars, en bændur eru búnir að leggja mikla aukavinnu í smalamennskur þetta haustið.

Austurafréttur er mjög stór afréttur og leitóttur sem gerir verkið erfiðara en ekki ógerlegt,“ segir Daði.

Mývetningar hafa farið þónokkrar ferðir í afrétt í leit að fé og segir Daði að alltaf finnist eitthvað, þannig náðust ellefu kindur nú í vikunni í einni ferðinni. Segir Daði að bændur víðar á svæðinu hafi lent í svipuðu, m.a. þeir sem farið hafi um svæðið við Þeistareyki.

Skylt efni: smalamennska

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...