Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leiðinda tíðarfar hefur tafið fyrir smalamennsku í Skútustaðahreppi og eru heimtur óvenju lélegar. Nokkrar ferðir hafa verið farnar og alltaf finnst eitthvað fé. Hér koma þeir Daði Lange og Birgir Valdimar Hauksson fjallskilastjóri með fulla kerru af fé heim.
Leiðinda tíðarfar hefur tafið fyrir smalamennsku í Skútustaðahreppi og eru heimtur óvenju lélegar. Nokkrar ferðir hafa verið farnar og alltaf finnst eitthvað fé. Hér koma þeir Daði Lange og Birgir Valdimar Hauksson fjallskilastjóri með fulla kerru af fé heim.
Mynd / Skarphéðinn Reynir Jónsson
Fréttir 24. nóvember 2021

Óvenju slæmar heimtur í rysjóttu tíðarfari

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Þetta hafa verið óvenju slæmar heimtur í haust, en er smám saman að koma. Það vantar eina og eina tvílembu á bæ sem ættu að vera einhvers staðar en hafa ekki fundist enn,“ segir Daði Lange, umhverfisfulltrúi Skútustaðahrepps. Hann telur að rysjótt tíðarfar nú á haustdögum hafi sett strik í reikninginn.

Daði segir að þegar farið var í fyrstu göngur hafi verið heitt og mikill vargur sem gert hafi mönnum erfitt fyrir. Umskipti hafi svo verið í veðri í göngum númer tvö, þá var snjór yfir öllu, þoka og súld. „Það hefur verið mikil ótíð í haust og má sennilega skrifa þessar frekar lélegu heimtur á hana meðal annars, en bændur eru búnir að leggja mikla aukavinnu í smalamennskur þetta haustið.

Austurafréttur er mjög stór afréttur og leitóttur sem gerir verkið erfiðara en ekki ógerlegt,“ segir Daði.

Mývetningar hafa farið þónokkrar ferðir í afrétt í leit að fé og segir Daði að alltaf finnist eitthvað, þannig náðust ellefu kindur nú í vikunni í einni ferðinni. Segir Daði að bændur víðar á svæðinu hafi lent í svipuðu, m.a. þeir sem farið hafi um svæðið við Þeistareyki.

Skylt efni: smalamennska

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...