Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Í lögum er gert ráð fyrir að í boði sé stofnútsæði sem ætlað er að stuðla að framleiðslu á arfhreinu, uppskerumiklu og heilbrigðu útsæði af þeim afbrigðum, sem hér eru mikilvægust í ræktun.
Í lögum er gert ráð fyrir að í boði sé stofnútsæði sem ætlað er að stuðla að framleiðslu á arfhreinu, uppskerumiklu og heilbrigðu útsæði af þeim afbrigðum, sem hér eru mikilvægust í ræktun.
Fréttir 17. september 2014

Ósáttir með styrkveitingu vegna ræktunar á stofnútsæði kartaflna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðhald stofnútsæðis er flókið ferli og það tekur fjögur til fimm á frá því að vefjaræktun hefst og afrakstur hennar kemur á markað sem matkartöflur.

Einungis fáir bændur hafa leyfi til að rækta stofnútsæði og selja það til annarra ræktenda og er leyfið háð ströngum skilyrðum.

Í lögum um kartöfluútsæði er gert ráð fyrir að í boði sé stofnútsæði sem ætlað er að stuðla að framleiðslu á arfhreinu, uppskerumiklu og heilbrigðu útsæði af þeim afbrigðum, sem hér eru mikilvægust í ræktun.

Samband garðyrkjubænda hefur haldið utan um þessa ræktun fyrir hönd kartöflubænda frá árinu 2010 að eigin ósk en óvissa um hana skapaðist í kjölfar hrunsins 2008.

Fjórum yrkjum af kartöflum, gullauga, helga, premiere og rauðar íslenskar, er haldið við með vefjaræktun sem stofnútsæði. Tilgangur ræktunarinnar er að halda yrkjunum arfhreinum og hafa aðgang að sjúkdómsfríu útsæði. 

Einungis þrír bændur á landinu mega kaupa og rækta svokallaða eðalstofna eða stofnútsæði A af framleiðanda. Tæplega 20 ræktendur mega svo kaupa, rækta og selja útsæði frá þeim. Það tekur fjögur til fimm ár frá því að vefjarækt hefst og afrakstur hennar kemur á markað sem matkartöflur.

Fram til 2008 greiddi Garðávaxtasjóður fyrir ræktunina samkvæmt kostnaðaráætlun. Eftir að sjóðurinn var lagður niður rann fjármagn hans í Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Árið 2011 var fjármagn til Framleiðnisjóðs skorið mikið niður.

Framlag Framleiðnisjóðs lækkað

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir að1. janúar 2013 hafi ný stjórn tekið við Framleiðnisjóði. „Að þeim tíma hafi sjóðurinn greitt framlag til Sambands garðyrkjubænda vegna stofnræktunarinnar í samræmi við kostnaðaráætlun frá okkur. Við greiddum fyrir vefjaræktunina og skiluðum fjármagni aftur til Framleiðnisjóðs ef framleiðslan var undir kostnaðaráætlun.

Á síðasta ári ákvað stjórn Framleiðnisjóðs að skerða framlag sitt til Sambands garðyrkjubænda fyrir vefjaræktunina með þeirri skýringu að það sé stefna sjóðsins að þeir sem kaupi stofnútsæðið af framleiðanda greiði mótframlag. Eitthvað sem aldrei hefur verið beðið um áður þegar kemur að þessari styrkveitingu. Miðað við útreikninga Framleiðnisjóðs árið 2013 sýnist mér að mótframlagið eigi að vera 35%.“

Barst seint

„Ákvörðun Framleiðnisjóðs barst okkur í lok apríl 2013 og því að okkar mati allt of seint því kartöflur eru settar niður fljótlega eftir það og framleiðandi og kaupendur útsæðiskartaflna búnir að semja um verð.

Bjarni segist hafa sent stjórn Framleiðnisjóðs greinargerð á síðasta ári þar sem hann segist hafa sýnt fram á hver raunkostnaður við stofnútsæði framleiðslu er og að hann hafi breytt styrkumsókninni í samræmi við það.

„Í umsókninni um styrkinn fyrir 2014 er heildarkostnaður við ræktunina talinn vera rúmar 12,8 milljónir en sótt um styrk upp á rúmar 4,9 milljónir króna. Í svari Framleiðnisjóðs er samþykkt að greiða 4,1 milljón króna framlag til Sambands garðyrkjubænda vegna ræktunarinnar.“

Að sögn Bjarna er hann ósáttur við viðbrögð Bændasamtaka Íslands í þessu máli. „Ég hefði gjarnan viljað að þeir sýndu því meiri skilning og um leið stuðning því þegar upp er staðið er það ekki hlutverk Sambands garðyrkjubænda að standa undir kostnaði vegna ræktunar á stofnútsæði þrátt fyrir að halda utan um verkefnið.“

Tjá sig ekki um umsóknir við þriðja aðila

Ríkharð Brynjólfsson, prófessor á Hvanneyri, sem situr í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, sagði að þeir tjáðu sig ekki um afgreiðslu umsókna í sjóðinn við þriðja aðila og vildi því ekki tjá sig um málið við Bændablaðið. „Ferlið er þannig að við fáum umsóknir og afgreiðum þær og sendum umsækjendum umsögn og rökstuðning vegna afgreiðslunnar. Sjóðurinn fær á hverju ári beiðnir um mun meira fé en hann getur veitt og því ekki hægt að koma til móts við þær allar.“

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...