Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Blóm Campylocentrum insulare eru innan við 0,5 millimetrar að þvermáli.
Blóm Campylocentrum insulare eru innan við 0,5 millimetrar að þvermáli.
Mynd / Revistapesquisa
Fréttir 14. desember 2022

Orkideur frá Putalandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Met í plöntuheiminum geta verið margs konar. Hæsta tréð, stærsta blómið og elsta pottaplantan.

Minnsta orkidean sem vitað er um í dag er af ættkvíslinni Campylocentrum og finnst í regnskógum Brasilíu.

Þessi míniatúr orkidea fannst árið 2015 og fékk tegundarheitið insulata. Blóm orkideunnar mælist í fullum blóma 0,5 millimetrar og því einungis hægt að skoða það í smásjá.

Reyndar var það svo að fyrst eftir að blómið fannst sýndist mönnum það vera sveppur.

Önnur smá-orkidea af ættkvíslinni Lepanthes var lengi vel talin sú minnsta og er upprunnin í regnskógum fjallanna í Gvatemala og vex þar sem ásæta á laufi plantna. Blóm hennar eru litlu stærri en blómin á C. insulare en þó nóg til að sannfæra flokkunarfræðinga að sú seinni sé minni. Áður en Lepanthes tegundin fannst taldist Platystele jungermannioides vera minnsta orkidean. Í dag er hún tiltölulega stór miðað við núverandi miníatúr methafa. Plantan vex sem ásæta á rótum stærri tegundum orkidea og finnst í þokuskógum Ekvador.

Blóm P. jungermannioides mælist um tveir millimetrar í fullum blóma og því fjórum sinnum stærra en blóm C. insulare.

Skylt efni: Orkídea

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...