Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Blóm Campylocentrum insulare eru innan við 0,5 millimetrar að þvermáli.
Blóm Campylocentrum insulare eru innan við 0,5 millimetrar að þvermáli.
Mynd / Revistapesquisa
Fréttir 14. desember 2022

Orkideur frá Putalandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Met í plöntuheiminum geta verið margs konar. Hæsta tréð, stærsta blómið og elsta pottaplantan.

Minnsta orkidean sem vitað er um í dag er af ættkvíslinni Campylocentrum og finnst í regnskógum Brasilíu.

Þessi míniatúr orkidea fannst árið 2015 og fékk tegundarheitið insulata. Blóm orkideunnar mælist í fullum blóma 0,5 millimetrar og því einungis hægt að skoða það í smásjá.

Reyndar var það svo að fyrst eftir að blómið fannst sýndist mönnum það vera sveppur.

Önnur smá-orkidea af ættkvíslinni Lepanthes var lengi vel talin sú minnsta og er upprunnin í regnskógum fjallanna í Gvatemala og vex þar sem ásæta á laufi plantna. Blóm hennar eru litlu stærri en blómin á C. insulare en þó nóg til að sannfæra flokkunarfræðinga að sú seinni sé minni. Áður en Lepanthes tegundin fannst taldist Platystele jungermannioides vera minnsta orkidean. Í dag er hún tiltölulega stór miðað við núverandi miníatúr methafa. Plantan vex sem ásæta á rótum stærri tegundum orkidea og finnst í þokuskógum Ekvador.

Blóm P. jungermannioides mælist um tveir millimetrar í fullum blóma og því fjórum sinnum stærra en blóm C. insulare.

Skylt efni: Orkídea

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...