Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigrún Oddgeirsdóttir með fram- leiðslu sína, seljurætur.
Sigrún Oddgeirsdóttir með fram- leiðslu sína, seljurætur.
Mynd / ghp
Fréttir 2. nóvember 2022

Opnar huga íslenskra neytenda með ræktun á seljurót

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á bás Samtaka smáframleiðenda og Beint frá býli á Landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll stóð nýútskrifaði garðyrkjufræðingurinn Sigrún Oddgeirsdóttir og seldi fyrstu uppskeru sína af seljurót á litlar 500 krónur fyrir kílóið.

Sigrún er að byggja upp lífræna útiræktun á grænmeti í Holta- og Landsveit. Hún telur framleiðslu sína frumraun útiræktunar á seljurót á Íslandi.

„Þetta er fyrsta sumarið sem ég er með seljurótina. Ég þurfti að leigja gróðurhús til að forrækta, var með tvær sáningar í mars og apríl. Svo plantaði ég þeim út í byrjun júní sem var heldur seint. Þá urðu plönturnar fyrir smá skakkaföllum, þannig að stærstu rófurnar sem ég tók upp í haust voru 8 cm í þvermál. Ég tel að mér muni takast að rækta stærri rætur ef ekkert kemur fyrir þær á næsta ári.“

Seljurót er nokkuð pipraður rótarávöxtur, sem lyktar og bragðast smá eins og steinselja. Hún eldar hana gjarnan eins og annað rótargrænmeti en einnig þykir hún góð í súpur og kartöflumús. „Mér finnst hún góð og veitingamenn eru mjög hrifnir af henni. Íslendingar eru svolítið feimnir við að prufa eitthvað nýtt. Það á sér menningarlegar rætur sem nær langt aftur og getur gert það að verkum að fólk sé lokað fyrir því hvað er virkilega hægt að rækta hér á landi. Mig langar að ýta á þessi mörk og fá íslenska neytendur til að opna hugann fyrir því hvað er hægt að framleiða hér.“

Sigrún notast við sérstakt yrki, keypt frá Póllandi, sem tekur um 90 daga að vaxa en hefðbundin yrki taka að jafnaði 150 daga til að ná fullum þroska, sem er of langur tími fyrir íslenskar aðstæður.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...