Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ofurkvígan Olga.
Ofurkvígan Olga.
Fréttir 24. apríl 2019

Olga setti Evrópumet

Höfundur: vh
Nýtt met var sett við sölu á Holstein kvígu í febrúar er kvígan Olga, sem heitir reyndar Gah Olga Des Grilles, var seld á 130.000 evrur, sem gera hvorki meira né minna en 17 milljónir króna. Þessi ótrúlega upphæð er nýtt met í Evrópu. 
 
Á naut.is segir Snorri Sigurðsson að kvígan, sem fæddist 30. júlí 2018 á kúabúi í Normandí, hafi verið  boðin upp á kynbótamarkaðinum Paris Dairy Sale í Frakklandi. Strax í sumarbyrjun verður hægt að byrja að skola úr henni egg og tæknifrjóvga, en það er afar vinsæl aðferð sem nú orðið er mikið notuð, þ.e. glasafrjóvgun.
 
Skýringin á þessu ævintýralega verði á kvígunni Olgu er að greining á erfðaefni hennar gaf einstaklega há svör, sem bendir til þess að um yfirburða kynbótagrip sé að ræða. 
 
Þannig fékk hún 235 í einkunn samkvæmt franska ISU staðlinum, 172 í einkunn samkvæmt þýska RZG staðlinum og 4916 gPFT stig. Framangreindar einkunnir eru flestum framandi á Íslandi en þetta munu víst allt vera einstaklega háar einkunnir. 
Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...