Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Óheimilt er að dreifa heimaslátruðu kjöti til annarra
Fréttir 2. nóvember 2020

Óheimilt er að dreifa heimaslátruðu kjöti til annarra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ljósi umræðu undanfarið vill Matvælastofnun benda á að óheimilt er að dreifa eða selja kjöt úr heimaslátrun til annarra. Dýrum sem slátra á til að dreifa afurðum þeirra á markað skal slátra í sláturhúsum með starfsleyfi. Bændum er heimilt að slátra búfé sínu til eigin neyslu. 

Bændur sem slátra eigin fé til eigin neyslu þurfa að huga vel að velferð dýra við aflífun og hreinlæti við meðferð sláturafurða. Sjúkdómsvaldandi örverur eins og listería, E. coli (STEC), salmonella og Clostridium geta borist með kjötafurðum í fólk.

Þeir sem hafa hug á að starfrækja lítið sláturhús sem samþykkta starfsstöð fyrir sölu og dreifingu sláturafurða eru hvattir til að kynna sér lög um matvælireglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli og styrki Matvælasjóðs. Starfsemin er háð starfsleyfi frá Matvælastofnun og fá framleiðendur dýraafurða úthlutað samþykkisnúmeri þegar leyfi er veitt.

Matvælastofnun hefur eftirlit með öryggi matvæla og velferð dýra í sláturhúsum, í flutningi og hjá bændum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur eftirlit með sölu og dreifingu sláturafurða.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara