Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Óheimilt er að dreifa heimaslátruðu kjöti til annarra
Fréttir 2. nóvember 2020

Óheimilt er að dreifa heimaslátruðu kjöti til annarra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ljósi umræðu undanfarið vill Matvælastofnun benda á að óheimilt er að dreifa eða selja kjöt úr heimaslátrun til annarra. Dýrum sem slátra á til að dreifa afurðum þeirra á markað skal slátra í sláturhúsum með starfsleyfi. Bændum er heimilt að slátra búfé sínu til eigin neyslu. 

Bændur sem slátra eigin fé til eigin neyslu þurfa að huga vel að velferð dýra við aflífun og hreinlæti við meðferð sláturafurða. Sjúkdómsvaldandi örverur eins og listería, E. coli (STEC), salmonella og Clostridium geta borist með kjötafurðum í fólk.

Þeir sem hafa hug á að starfrækja lítið sláturhús sem samþykkta starfsstöð fyrir sölu og dreifingu sláturafurða eru hvattir til að kynna sér lög um matvælireglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli og styrki Matvælasjóðs. Starfsemin er háð starfsleyfi frá Matvælastofnun og fá framleiðendur dýraafurða úthlutað samþykkisnúmeri þegar leyfi er veitt.

Matvælastofnun hefur eftirlit með öryggi matvæla og velferð dýra í sláturhúsum, í flutningi og hjá bændum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur eftirlit með sölu og dreifingu sláturafurða.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...