Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Öflug starfsemi Smalahundafélags Íslands
Mynd / úr safni BBL
Fréttir 25. apríl 2017

Öflug starfsemi Smalahundafélags Íslands

Höfundur: AJH
Árið 2016 var vel heppnað starfsár hjá Smalahundafélagi Íslands. Alls voru þrjár keppnir haldnar á árinu. 
 
 Tvær þeirra hafa fengið umfjöllun áður á síðum Bændablaðsins, nefnilega Íslandsmótið að Bæ í Dölum og mót Austurlandsdeildar Smalahundafélagsins á Eyrarlandi í Fljótsdal. Þriðja mótið var haldið laugardaginn 5. nóvember. Mótið var haldið að Húsatóftum, en þetta er í fyrsta skipti sem fjárhundamót er haldið þar. Smalahundadeild Árnessýslu stóð fyrir mótinu. Veðrið lék við gesti, gott haustveður og aðstæður til keppni hinar ágætustu.
 
Alls tóku 12 hundar þátt í keppninni og þar af 11 í A-flokki en einungis einn í B-flokk. A-flokkurinn er sá flokkur sem inniheldur mest tamda hunda og var því um sterkt mót að ræða. 
 
110 stiga keppi í A-flokki haldin í fyrsta sinn
 
Í fyrsta skipti á Íslandi var A-flokkurinn með svokallaðri 110 stiga keppni, en það er hámarks stigafjöldi sem hver keppandi getur hlotið fyrir sitt rennsli. Með þessu móti bætist ein þraut við brautina miðað við hvernig hefð er fyrir því að hafa hana hérlendis. Úrslit voru eftirfarandi:
 
  • Aðalsteinn Aðalsteinsson og Frigg frá Kýrholti 95 stig
  • Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum 91 stig 
  • Agnar Ólafsson og Brook frá Wales 89 stig
  • Aðalsteinn Aðalsteinsson og Kría frá Daðastöðum 88 stig 
  • Gunnar Guðmundsson og Ólína frá Hafnarfirði 87 stig 
  • Svanur H. Guðmundsson og Korka frá Miðhrauni 80 stig 
  • Gunnar Guðmundsson og Karven Taff frá UK 74 stig 
  • Halldór Sigurkarlsson og Smali frá Miðhrauni 73 stig 
  • Kristinn S Hákonarsson og Astra Polar frá UK 71 stig 
  • Hilmar Sturluson og Perla frá Móskógum 60 stig
Einn keppandi dró sig úr keppni.
 
Eins og áður sagði var einungis einn keppandi í B-flokk en það var Kristinn Hákonarson með tíkina Mist en þau hlutu 52 stig.
 
Verðlaunahafar hlutu fóðurpoka í sinn hlut að talningu stiga lokinni. Mótið var í alla staði hið ánægjulegasta og vonandi vísir að hefð fyrir svona mótshaldi að skapast á þessu svæði.
Smalahundadeild Árnessýslu vill koma á framfæri til allra þeirra sem aðstoðuðu við mótshaldið. Sérstaklega Reyni Þ. Jónssyni dómara og styrktaraðilum mótsins. Þeir voru Dýralæknaþjónustan Stuðlum, Landstólpi og Jötun vélar.
 
Vaxandi áhugi
 
Talsverð merki eru upp um að vaxandi áhugi sé fyrir smalahundum á landinu. Aldrei hafa fleiri einstaklingar eða hundar keppt á mótum en á árinu 2016. Þá voru þrjú mót haldin sem er meira en venjulega og góð þátttaka í þeim öllum. 
 
Miðað við þátttöku væri vafalaust ástæða til að fjölga mótunum frekar sem vonandi verður raunin í framtíðinni. Það sem stendur því helst fyrir þrifum er vöntun á kindum til mótshalda yfir sumartímann meðan sauðfé er á úthaga. Sömuleiðis eru fáar kindur á lausu á veturna þegar þær eru með fangi. Ströng dagskrá sauðfjárbænda á haustin hjálpar svo ekki til. Engu að síður eru félagsmenn bjartsýnir á að mótshald sé að festa sig í sessi á landinu. Það er ekki nokkur spurning að framgangur greinarinnar verður meiri með frekara mótshaldi.
 
Smalahundafélagið mun standa fyrir ferð til Englands í haust. Þar verður haldið námskeið fyrir hópinn, hundar sýndir og fleira í þeim dúr. Einn þekktasti smali Bretlandseyja, Derek Scrimgeour, verður gestgjafi og mun sjá um dagskrána. Ferðin var auglýst síðla árs í fyrra og fylltist upp í öll laus pláss á fáeinum dögum. Færri fengu en vildu.
 
Heimsmeistaramótið í Hollandi
 
Árið 2016 kom í ljós að í fyrsta skipti mun Smalahundafélag Íslands senda fulltrúa á Heimsmeistaramót smalahunda sem fer fram í Hollandi dagana 13.–16. júlí. Smalahundafélagið varð aðildarfélag ISDS í lok árs 2015 og þar með fékk það keppnisrétt á heimsmeistaramótinu. Fjöldi keppenda fer eftir stærð aðildarfélaganna og mun SMFÍ því senda tvo þátttakendur, sem eru Aðalsteinn Aðalsteinsson og Elísabet Gunnarsdóttir. Þetta er í fyrsta skipti sem heimsmeistaramótið er haldið utan Bretlandseyja sem sýnir að greinin er að breiðast út, rétt eins og hún gerir á Íslandi. 
 
Framtíðin
 
Með sama áframhaldi er ljóst að íslensk fjárhundamenning mun vaxa mikið á komandi árum. Þær nýjungar sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár sýnir það. Til dæmis má nefna skráningu á hvolpum í alþjóðlega skráningakerfið sem varð möguleiki síðla árs 2015 og góða þátttöku á mótum. Smám saman er að komast á hefð fyrir notkun smalahunda á Íslandi en lengst af höfum við ekki búið við hana.
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...