Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gentiana susannae.
Gentiana susannae.
Mynd / novataxa.blogspot.com
Fréttir 17. ágúst 2022

Ný tegund af ættkvísl dýragrasa finnst í Tíbet

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á þessu ári var greind og skrásett á hásléttu Tíbet ný tegund af dýragrasi. Tegundin hefur fengið heitið Gentiana susannae.

Qinghai-hásléttan í Tíbet er rómuð fyrir líffræðilegan fjölbreytileika og þar er að finna fjölda plöntutegunda sem teljast landlægar eða tegundir sem ekki finnast villtar annars staðar í heiminum.

Grasafræðingar sem vinna við að greina tegundir sem vaxa á sléttunni fundu fyrir skömmu áður ógreinda tegund við bakka Cuopu-vatns. Tegundin sem nýlega var greind er sögð tilheyra ætt maríuvanda og ættkvíslinni Gentiana sem kallast dýragras á íslensku. Tegundin hefur fengið heitið Gentiana susannae.

Samkvæmt Flóru Kína var tegundin áður greind sem G.algida sem finnst villt í Síberíu og Norður- Ameríku.

Núna hefur þeirra greiningu verið hafnað vegna greinilegra ólíkra útlitslegra einkenna og vaxtarstaðar. G.susannae er meðal annars ólík G.algida að því leyti að vera hærri í vexti og með fleiri og lengri blómum.

Samanburður á DNA tegundanna þykir sanna að um ólíkar tegundir sé að ræða.

Skylt efni: dýragras

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...