Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gentiana susannae.
Gentiana susannae.
Mynd / novataxa.blogspot.com
Fréttir 17. ágúst 2022

Ný tegund af ættkvísl dýragrasa finnst í Tíbet

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á þessu ári var greind og skrásett á hásléttu Tíbet ný tegund af dýragrasi. Tegundin hefur fengið heitið Gentiana susannae.

Qinghai-hásléttan í Tíbet er rómuð fyrir líffræðilegan fjölbreytileika og þar er að finna fjölda plöntutegunda sem teljast landlægar eða tegundir sem ekki finnast villtar annars staðar í heiminum.

Grasafræðingar sem vinna við að greina tegundir sem vaxa á sléttunni fundu fyrir skömmu áður ógreinda tegund við bakka Cuopu-vatns. Tegundin sem nýlega var greind er sögð tilheyra ætt maríuvanda og ættkvíslinni Gentiana sem kallast dýragras á íslensku. Tegundin hefur fengið heitið Gentiana susannae.

Samkvæmt Flóru Kína var tegundin áður greind sem G.algida sem finnst villt í Síberíu og Norður- Ameríku.

Núna hefur þeirra greiningu verið hafnað vegna greinilegra ólíkra útlitslegra einkenna og vaxtarstaðar. G.susannae er meðal annars ólík G.algida að því leyti að vera hærri í vexti og með fleiri og lengri blómum.

Samanburður á DNA tegundanna þykir sanna að um ólíkar tegundir sé að ræða.

Skylt efni: dýragras

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...