Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Víðáttumiklar framræslur í Þykkvabæ á Suðurland.
Víðáttumiklar framræslur í Þykkvabæ á Suðurland.
Mynd / Kortavefsjá LbhÍ.
Fréttir 10. desember 2021

Nýr skurðauppdráttur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innan Landbúnaðarháskóla íslands (LbhÍ) hefur verið unnið að nýju korti yfir framræsluskurði á landinu. Eldri uppdráttur er til frá árinu 2009.

Ástæða kortlagningarinnar er þörf fyrir mat á umfangi framræstra svæða í skilum til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Framræst land er sú landgerð sem losar langmest af gróðurhúsalofttegundum og því er afar mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um flatarmál framræstra svæða.

Skurðakortin ásamt ýmsum öðrum landfræðilegum gögnum hafa verið nýtt til að áætla hversu stórt framræsta landið er.

Tímabært var orðið að uppfæra eldra skurðakort. Bæði hafa loft- og gervihnattamyndir orðið mun betri svo auðveldara er að greina skurðina á myndunum og eins hefur skurðakerfið breyst á þessum tíma. Hægt er að skoða kortið á vefsjá skólans lbhi.is Kortavefsjá og hlaða því niður af vef Landmælinga Íslands, Skurðakort.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...