Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, undirrita greinargerð um nýtt hlutverk hússins.
Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, undirrita greinargerð um nýtt hlutverk hússins.
Mynd / Margrét Ágústa
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin, en endurbætur þess eru langt komnar.

Þann 21. ágúst sl. lögðu þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, nýjan hornstein að Sögu við Hagatorg.

Festi ríkið og Félagsstofnun stúdenta kaup á húsnæðinu fyrir tæpa fimm milljarða kr. í lok árs 2021 og var ljóst að ráðast þyrfti í talsverðar endurbætur og viðgerðir. Framkvæmdir á Sögu hafa staðið yfir frá árinu 2022 en lagt var upp með að þær stæðu ekki lengur yfir en í rúm tvö ár, sem hefur gengið eftir.

„Það er afar ánægjulegt að nú hillir undir verklok við endurbætur á Sögu og að húsiðverði tekið í notkun á ný. Saga á sér glæsta sögu en nú er komið að kaflaskilumog við leggjum ríka áherslu á að færa húsið inn í nýja tíma og að þar verði blómleg oglifandi starfsemi,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektorHáskóla Íslands.

Gert er ráð fyrir að flutningur Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Sögu fari fram að mestum hluta í október, nóvember og desember nk. og reiknað er með að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands flytji inn í húsið síðar í haust.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f