Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, undirrita greinargerð um nýtt hlutverk hússins.
Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, undirrita greinargerð um nýtt hlutverk hússins.
Mynd / Margrét Ágústa
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin, en endurbætur þess eru langt komnar.

Þann 21. ágúst sl. lögðu þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, nýjan hornstein að Sögu við Hagatorg.

Festi ríkið og Félagsstofnun stúdenta kaup á húsnæðinu fyrir tæpa fimm milljarða kr. í lok árs 2021 og var ljóst að ráðast þyrfti í talsverðar endurbætur og viðgerðir. Framkvæmdir á Sögu hafa staðið yfir frá árinu 2022 en lagt var upp með að þær stæðu ekki lengur yfir en í rúm tvö ár, sem hefur gengið eftir.

„Það er afar ánægjulegt að nú hillir undir verklok við endurbætur á Sögu og að húsiðverði tekið í notkun á ný. Saga á sér glæsta sögu en nú er komið að kaflaskilumog við leggjum ríka áherslu á að færa húsið inn í nýja tíma og að þar verði blómleg oglifandi starfsemi,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektorHáskóla Íslands.

Gert er ráð fyrir að flutningur Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Sögu fari fram að mestum hluta í október, nóvember og desember nk. og reiknað er með að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands flytji inn í húsið síðar í haust.

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...