Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Björn Halldórsson er fyrsti starfandi bóndinn sem gegnir hlutverki formanns stjórnar RML.
Björn Halldórsson er fyrsti starfandi bóndinn sem gegnir hlutverki formanns stjórnar RML.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 6. maí 2022

Ný stjórn Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á stjórnarfundi Bændasamtaka Íslands þann 3. maí sl. var samþykkt að skipa nýja stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Nýr formaður stjórnar er Björn Halldórsson og auk hans koma inn ný í stjórn, Áshildur Bragadóttir, Sæmundur Sveinsson og Reynir Þór Jónsson. Vigdís Häsler mun áfram sitja í stjórn RML.

Þegar ný stjórn Bændasamtakanna tók við í apríl var eitt af hennar fyrstu verkum að skipa fólk í stjórnir þeirra fyrirtækja, nefnda og ráða sem að Bændasamtökin hafa aðkomu að.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna

 „Hlutverk stjórnar Bændasamtakanna er að hafa yfirsýn yfir starfsemi samtakanna og tengdra félaga. Þegar ný stjórn kemur að samtökunum er eitt af fyrstu verkum hennar að fara yfir skipanir þessara stjórna og ráðast í breytingar til að sinna þessu hlutverki sínu. Þannig er þetta raunar ekki bara eðlilegt, heldur beinlínis skylda stjórnar Bændasamtakanna að endurskoða þetta við stjórnarskipti,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna.  

Eðlilegar breytingar

Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna breytinganna.

 „Það er nú nokkuð langt seilst að tala um að fólk hafi verið rekið eða að um hópuppsagnir sé að ræða. Sá sem viðhefur þannig málflutning misskilur eðli svona stjórnarsetu og hvert hlutverk Bændasamtakanna er. Því staðreyndin er sú að fyrrum stjórnarmenn RML í þessu tilfelli sóttu umboð sitt til stjórnar sem ekki situr lengur og ný stjórn vill skipa einhverja aðra. Sem er fullkomlega eðlilegt og þekkist mjög víða. En auðvitað skil ég það að einhverjum sárni og einhverjir hefðu viljað sitja áfram. En hlutverk okkar í stjórn BÍ er að velja þá sem við teljum að séu hæfastir hverju sinni en ekki hverjir vilja það mest,“ segir Gunnar.

Umfangsmikil verkefni RML

Björn Halldórsson segir nýtt verkefni sitt sem formaður stjórnar spennandi.

„Ég geri mér ágætlega grein fyrir mikilvægi þessa fyrirtækis, bæði fyrir landbúnaðinn og ekki síður fyrir samfélagið. Það er enn skýrara eftir því sem áherslan á fæðuöryggi verður meiri, og nú þegar það er orðið hluti af þjóðaröryggisstefnu verður verkefni RML umfangsmeira og gerðar verða meiri kröfur til þess,“ segir Björn en hann mun vera fyrsti starfandi bóndinn sem gegnir hlutverki formanns stjórnar RML. Áður hefur hlutverkið ávallt verið í höndum framkvæmdarstjóra Bændasamtakana, samkvæmt samþykktum sem nú hafa verið breyttar.

„Á síðasta Búnaðarþingi var staða og þjónusta RML rædd. Sumum fannst tengslin milli bænda og fyrirtækisins ekki nægjanlega mikil og að skoða þyrfti áherslurnar í þjónustunni. Þar heyrðust misjafnar skoðanir og það er eðlilegt. Ef maður fær ekki neina málefnalega gagnrýni þá gerist ekkert,“ segir Björn, sem er bóndi í Engilhlíð í Vopnafirði.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...