Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ný skógræktarlög samþykkt á Alþingi
Mynd / Bbl
Fréttir 3. maí 2019

Ný skógræktarlög samþykkt á Alþingi

Höfundur: Ritstjórn

Alþingi samþykkti í gær ný lög um skóga og skógrækt. Í frétt á vef umhverfisráðuneytisins kemur fram að þetta sé fyrsta heildarendurskoðun eldri laga sem eru frá árinu 1955. 

Þar segir jafnframt að verulegar breytingar hafi orðið á löggjöf og alþjóðasamningum á sviði umhverfismála síðan eldri lögin voru sett. "Hér á landi hafa tekið gildi ný lög um náttúruvernd, skipulagsmál og um mat á umhverfisáhrifum. Auk þess hafa alþjóðasamningar á borð við loftslagssamninginn, samning um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og samning um varnir gegn eyðimerkurmyndun, sem allir eru á vegum Sameinuðu þjóðanna, tekið gildi," segir í fréttinni.

„Það eru tímamót að nú sé búið að samþykkja ný skógræktarlög. Með þeim er mótaður mun skýrari rammi fyrir stefnumótun og skipulag skógræktar, vernd og endurheimt birkiskóga og nýtingu á ræktuðum skógi,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra á vef ráðuneytisins.„Á grundvelli nýrra laga um landgræðslu og skógrækt verða nú unnar landsáætlanir fyrir þessa náskyldu málaflokka. Sú vinna mun skipta miklu þegar kemur að framkvæmd á alþjóðasamningum hérlendis um loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni,“ segir Guðmundur Ingi. 

Sett eru fram ný markmið m.a. varðandi verndun náttúruskóga og aukna útbreiðslu þeirra, ræktun skóga til fjölþættra nytja og sjálfbæra nýtingu skóga. Skógræktin er sú stofnun sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. 

Gerð landsáætlunar

Þá kveða lögin á um gerð landsáætlunar í skógrækt sem fjallar um stöðu og framtíð skóga ásamt tölusettum markmiðum um árangur í skógrækt. Jafnframt að vinna skuli landshlutaáætlanir í samráði við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila sem útfæra þá stefnu sem fram kemur í landsáætlun.

Lögin gera ráð fyrir að Skógræktin geti tekið þátt í og stutt við skógræktarverkefni sem er á ábyrgð annarra, s.s. einstaklinga, félagasamtaka eða sveitarfélaga. Sérstakur kafli fjallar um skógrækt á lögbýlum og er víkkað út frá eldri lögum hvers konar skógrækt fellur þar undir. 

Leiðarstefið er sjálfbær nýting

Sjálfbær nýting skóga er leiðarstef í nýjum lögum sem kveða á um að við fellingu skóga þurfi leyfi Skógræktarinnar. Grundvallarregla er að árleg felling í skógum landsins skal að jafnaði ekki vera meiri en árlegur vöxtur þeirra. Einnig skal umhirða og nýting skóga miðast við að skógarnytjar skili sem mestum hagrænum, félagslegum og umhverfislegum ávinningi fyrir samfélagið. Varanleg eyðing skóga er óheimil samkvæmt lögunum og skal með slík mál farið í samræmi við ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum.

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...