Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þjóðkirkjan hefur tekið í notkun nýja sálmabók sem leysir af hólmi eldri útgáfu frá 1972.
Þjóðkirkjan hefur tekið í notkun nýja sálmabók sem leysir af hólmi eldri útgáfu frá 1972.
Mynd / kirkjan.is
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum landsins.

Í guðsþjónustu Dómkirkjunnar í Reykjavík tók biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, formlega við fyrsta eintaki bókarinnar úr hendi forleggjarans. Í þessari nýju útgáfu eru 795 sálmar og var mikil breidd í vali þeirra, samkvæmt frétt á vef þjóðkirkjunnar. Inniheldur hún kjarnasálma sem sungnir hafa verið í aldir, ásamt mörgum sem orðið hafa til á síðustu árum.

Í samanburði við fyrri útgáfu sálmabókarinnar eru núna fleiri sálmar eftir konur og segir biskup það tímanna tákn. Önnur nýjung er að nokkrir sálmanna eru á frummálinu, hvort heldur sem það er Norðurlandamál eða önnur tunga.

Sálmabókin sem nú er verið að leysa af hólmi kom fyrst út árið 1972 og voru gerðar viðbætur á henni í gegnum tíðina – síðast 1997. Sálmabókanefnd hafði umsjón með vali sálmanna og hefur hún verið að störfum í nokkur ár.

Skylt efni: bókaútgáfa | sálmabók

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...