Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þjóðkirkjan hefur tekið í notkun nýja sálmabók sem leysir af hólmi eldri útgáfu frá 1972.
Þjóðkirkjan hefur tekið í notkun nýja sálmabók sem leysir af hólmi eldri útgáfu frá 1972.
Mynd / kirkjan.is
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum landsins.

Í guðsþjónustu Dómkirkjunnar í Reykjavík tók biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, formlega við fyrsta eintaki bókarinnar úr hendi forleggjarans. Í þessari nýju útgáfu eru 795 sálmar og var mikil breidd í vali þeirra, samkvæmt frétt á vef þjóðkirkjunnar. Inniheldur hún kjarnasálma sem sungnir hafa verið í aldir, ásamt mörgum sem orðið hafa til á síðustu árum.

Í samanburði við fyrri útgáfu sálmabókarinnar eru núna fleiri sálmar eftir konur og segir biskup það tímanna tákn. Önnur nýjung er að nokkrir sálmanna eru á frummálinu, hvort heldur sem það er Norðurlandamál eða önnur tunga.

Sálmabókin sem nú er verið að leysa af hólmi kom fyrst út árið 1972 og voru gerðar viðbætur á henni í gegnum tíðina – síðast 1997. Sálmabókanefnd hafði umsjón með vali sálmanna og hefur hún verið að störfum í nokkur ár.

Skylt efni: bókaútgáfa | sálmabók

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...